Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 10:02 Kolbeinn Kristinsson er klár í slaginn fyrir bardagann í Finnlandi. Vísir/Sigurjón Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, er á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir næsta bardaga sem fram fer í Finnlandi í lok mánaðarins. Stefán Árni Pálsson fór að hitta hann á æfingu fyrir bardagann. Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Box Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Sjá meira
Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Fleiri fréttir Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Í beinni: Manchester City - Wolves | Þurfa sigur eftir dræmt gengi Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Sjá meira