Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 08:01 Helena Clausen Heiðmundsdóttir fór úr axlarlið stuttu fyrir Norðurlandamótið en náði samt mótinu þar sem Stjarnan vann silfur. @helenaclausenh Það er löngu orðið ljóst að stelpurnar í hópfimleikaliði Stjörnunnar búa yfir þrautseigju og keppnishörku úr efsta flokki. Nú erum við búin að fá annað dæmi um það. Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh) Fimleikar Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Frægt var hvernig Guðrún Edda Sigurðardóttir sneri aftur á keppnisgólfið tíu mánuðum eftir hálsbrot í afdrifaríku slysi á æfingu í lok síðasta árs. Liðsfélagi hennar í Stjörnuliðinu þurfti einnig að sýna mikla harðfylgni og baráttukjark til að komast með á Norðurlandamótið þar sem Stjörnukonur unnu silfurverðlaun. Helena Clausen Heiðmundsdóttir sagði frá óumbeðnu kapphlaupi sínu við að ná Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Finnlandi. Mjög stolt af sjálfri mér „Annað sæti á NM og tvær vikur síðan ég datt úr axlarlið. Er mjög stolt af sjálfri mér en á sama tíma ‚disappointed' [vonsvikin] að hafa ekki getað keppt með 6/6 stökkum eins og ég ætlaði upphaflega,“ skrifaði Helena Clausen á samfélagsmiðla sína. „Ég náði samt sem áður að gera fjögur stökk ásamt dansi, sem er stór sigur fyrir mig,“ skrifaði Helena og það er hægt að taka undir það. Gerir allt fyrir liðið sitt „Fyrir sirka viku var óljóst hvort ég gæti keppt en ég ákvað að gera allt sem ég gat fyrir liðið mitt. Þakklát fyrir fólkið í kringum mig og kem með Bombu inn á næsta tímabil,“ skrifaði Helena. Helena Clausen var að taka þátt í sínu fjórða Norðurlandamóti á ferlinum og liðið naut því góðs af reynslu hennar á þessu móti. Það er einnig ljóst að þökk sé þrautseigju og keppnishörku Guðrúnar Eddu og Helenu þá er Stjörnuliðið einum silfurverðlaunum ríkari. Liðið er einnig Íslandsmeistari en þann titil unnu stelpurnar fimmta árið í röð og í sjöunda skipti á síðustu átta árum. View this post on Instagram A post shared by Helena Clausen Heiðmundsdóttir (@helenaclausenh)
Fimleikar Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Alfons fer aftur til Hollands Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Bein útsending: Lokamót Le Kock Mótaraðarinnar Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Guðmundur Leó bætti eigið met á Reykjavíkurleikunum Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Meistarinn í krampakasti á Opna ástralska Kominn heim með ótrúlegt Íslandsmet: „Fann fyrir miklum létti“ Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira