Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 07:30 Heimir Hallgrímsson fagnar sigri Íra á Ungverjum á Puskás-leikvanginum í gær. Getty/ Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson fagnaði vel í leikslok en var yfirvegaður þegar hann mætti á blaðamannafundinn eftir dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest í gær. Undir hans stjórn gerðu Írar hið ótrúlega, unnu þrjá síðustu leiki sína í riðlinum og tryggðu sér sæti í umspilinu um laust HM-sæti. Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Sjá meira
Blaðamaður Iris Mirror lýsti innkomu Eyjamannsins á blaðamannafundinn á Puskas-leikvanginum. „Hlátrasköllin og söngurinn heyrðust úr búningsklefa Íra niður ganginn frá risastóru blaðamannaherbergi Puskas-leikvangsins þegar írski landsliðsþjálfarinn settist niður til að kryfja það sem hann hafði nýverið orðið vitni að,“ skrifaði Mark McCadden hjá Irish Mirror. Súrrealískt að heyra þessi hljóð „Það var súrrealískt að heyra þessi hljóð og sjá í símunum okkar hvað var að gerast inni í búningsklefanum þökk sé Festy Ebosele, sem var með beina útsendingu af taumlausri gleðinni á Instagram. Á sama tíma var Hallgrímsson þó jafn svalur og búast mátti við af manni frá Íslandi,“ skrifaði McCadden. Hann sagði svo frá því sem Heimir talaði um á fundinum. „Ég veit hvar við erum stödd, ég veit hvað þetta þýðir, ekki bara fyrir þennan hóp,“ sagði Heimir. „Ég held að ef við höldum áfram að vaxa, ef við höldum áfram að vinna, þá snýst þetta ekki bara um þetta lið og vöxt þess og möguleikana á að komast á HM. Þetta mun hjálpa írska knattspyrnusambandinu fjárhagslega, sem mun svo aftur hjálpa öllum írskum fótbolta, kvennalandsliðinu, hverjum sem er,“ sagði Heimir. Fólk mun líta til baka eftir tíu ár „Þannig að nú er tími til að líta til baka og hugsa að þetta sé algjört tækifæri og möguleiki til vaxtar, ekki bara fyrir okkur heldur fyrir írskan fótbolta. Við ættum að meta það og hugsa um þessa stráka og ég vona að eftir tíu ár muni fólk líta til baka og segja að þessir strákar hafi byrjað þetta, að þetta sé liðið sem hóf þessa vegferð,“ sagði Heimir. Heimir hélt því fram á fundinum að hann lesi ekki blöðin og noti ekki samfélagsmiðla. Hann ætlar ekki að byrja á því eftir þennan frábæra árangur. „Þá væri kaldhæðnislegt að byrja að lesa allt þetta þegar maður afrekar eitthvað,“ sagði Heimir. Lýsti markinu við markið hans Arnórs á móti Austurríki Heimir lýsti sigurmarkinu hjá Troy Parrott samanborið við markið sem Arnór Ingvi Traustason skoraði í sigri Íslands á móti Austurríkismönnum á Stade de France á EM 2016. Hann var spurður hvort hann hefði upplifað eitthvað svipað og alsæluna sem fylgdi sigurmarki Parrott á síðustu stundu. „Já, það hef ég,“ sagði hann. „Á síðustu mínútunum skoraði Ísland gegn Austurríki í úrslitakeppni EM, það var alveg eins og þetta. En þessar stundir man maður það sem eftir er ævinnar þegar þær gerast svona,“ sagði Heimir. Blaðamaðurinn vildi þó gera lítið úr því og sagði að Ísland hefði nægt jafntefli í þessum leik á móti Austurríkismönnum en áttaði sig ekki á því að íslenska liðið átti þá í vök að verjast gegn Austurríkismönnum auk þess sem að sigurinn tryggði liðinu langþráðan leik á móti Englandi.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Sjá meira