Lífið

Aug­lýsir eftir eig­anda poka með hvítu dufti

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Pokinn fannst við Vesturbæjarlaug.
Pokinn fannst við Vesturbæjarlaug.

Á Facebook síðu Vesturbæjar Reykjavíkur var í kvöld auglýst eftir eiganda lítils plastpoka með hvítu dufti sem fannst við Vesturbæjarlaug. Kímnigáfa Vesturbæinga lét ekki á sér standa í umræðum um málið.

„Þú sem að týndir pokanum þínum í Vesturbæjarlaug getur vitjað hans í afgreiðslunni,“ segir Árni Björn Helgason, sem birti myndina fyrr í kvöld.

Þegar þetta er skrifað hefur færslan fengið um þrjú hundruð viðbrögð, og tæplega þrjátíu athugasemdir.

„Hjelt jeg myndi synda hraðar með smá línu, en nei... Sofnaði næstum í gufunni. Þið getið hent þessu,“ segir Jón Örn.

„Ah þarna er lyftiduftið mitt!“ segir Þorvaldur Sigurbjörn.

Tori Lewis tók það að sér að vera rödd skynseminnar og sagði í athugasemd:

„Jesús, fólk sem gerir svona, haldið þessu frá börnum að minnsta kosti... þarna hefði getað orðið hrikalegt slys.“

Ein athugasemdin er stutt og  hnyttin: „Spítt og Speedo.“

Sjá frekari umræður á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.