Körfubolti

LeBron nálgast endur­komu og met

Árni Jóhannsson skrifar
Það er spurning hvort aldursforsetinn LeBron James nái að beita sér í fyrsta leiknum þetta tímabilið sem nálgast óðfluga.
Það er spurning hvort aldursforsetinn LeBron James nái að beita sér í fyrsta leiknum þetta tímabilið sem nálgast óðfluga. Vísir / Getty

LeBron James, stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar, nálgast óðfluga endurkomu eftir meiðsli. James hefur verið á mála hjá South Bay Lakers sem er venslafélag LA Lakers undanfarið snýr aftur á æfingu hjá NBA liðinu í dag.

South Bay Lakers er í G deildinni, sem er þróunardeild NBA deildarinnar, en James var á mála hjá þeim til að geta æft og komið sér í form. James hefur verið að glíma við bakmeiðsli síðan æfingar hófust fyrir NBA deildina og ekki tekið neinn þátt með LA Lakers sem hafa unnið 10 af fyrstu 14 leikjum liðsins.

James er líklegur til að spila með liðinu á þriðjudag þegar Utah Jazz kemur í heimsókn. Ef hann spilar þann leik mun hann setja enn eitt metið þar sem hann mun vera sá fyrsti sem spilar 23 tímabil í deildinni. LeBron verður 41 árs 31. desember næstkomandi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×