Fótbolti

Heimir hylltur og beðinn af­sökunar á Twitter

Árni Jóhannsson skrifar
Heimir sigurreifur eftir leikinn í kvöld.
Heimir sigurreifur eftir leikinn í kvöld. Vísir / Getty

Eins og hefur komið fram þá var sigur Íra á Ungverjum magnþrunginn og dramatískur en sigurmark þeirra í 2-3 útisigri á Ungverjum kom á 96. mínútu. Heimir Hallgrímsson var hylltur á samfélagsmiðlinum X áður Twitter.

Íslendingar á miðlinum spurðu réttilega hvar hatursmenn hans væru og sögðu að Írar ættu að njóta krafta hans á meðan þeirra varir.

Heimir Hallgrímsson er írsk goðsögn núna eftir erfiða byrjun á riðlinum.

Mesta viðurkenning sem Írar geta gefið er væntanlega að setja eftirnafn einstaklings í írskan búning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×