„Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2025 19:18 Sverrir Ingi Ingason átti í harðri baráttu við Vladyslav Vanat í leiknum í kvöld. epa/Piotr Nowak Sverrir Ingi Ingason hafði í nógu að snúast í vörn Íslands gegn Úkraínu í úrslitaleiknum um sæti í HM-umspili. Íslendingar töpuðu, 2-0, og Sverrir segir erfitt að kyngja niðurstöðunni. Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Íslandi dugði jafntefli og staðan var markalaus fram á 83. mínútu þegar Oleksandr Zubkov kom Úkraínu yfir. Oleksiy Gutsulyak skoraði svo annað mark Úkraínumanna í uppbótartíma. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er ein helvítis hornspyrna. Við höfum varist hornspyrnur frábærlega alla þessa undankeppni og munurinn er svo lítill. Hann fær frían skalla og skorar á meðan við fáum frían skalla og markvörðurinn þeirra á vörslu. Elías á líka vörslu. Þetta er bara 50-50 leikur og í dag datt þetta ekki með okkur,“ sagði Sverrir við Val Pál Eiríksson eftir leikinn í Varsjá. „Við fengum færi til að komast yfir. Í seinni hálfleik fannst mér við vera með stjórn á þessu. Þeir sköpuðu sér ekki neitt fyrir utan þegar við erum að gefa boltann frá okkur í skyndisóknum. Fyrir utan það var þetta traust. Það er virkilega erfitt að taka þessu því mér fannst liðið eiga miklu meira skilið.“ Sverrir segir að framtíð íslenska liðsins sé björt. „Það eru þessi litlu smáatriði. Við erum með svo ógeðslega ungt lið og ógeðslega gott fótboltalið. En þessir strákar eru komnir svo langt á svo stuttum tíma með landsliðinu. Mér finnst geðveikt að taka þátt í þessu með þeim og ég er hundrað prósent að þetta lið mun á næstu árum fara á stórmót,“ sagði Sverrir. „Við verðum að taka þessi augnablik og þennan leik með okkur af því að liðið þarf að vaxa. Þetta gekk ekki upp í dag en á næstu árum fáum við að sjá þetta lið á stórmóti. Þeir eru það góðir.“ En hver eru skilaboðin til ungu leikmanna íslenska liðsins? „Bara halda áfram. Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag. Þetta er ákveðin kúnst þegar þú ert að fara í þessa leiki. Þú þarft að stilla tilfinningar. Það þarf allt að smella. Liðið sem við áttum síðast lenti í mótlæti í byrjun,“ sagði Sverrir og vísaði til gullaldarliðs Íslands sem fór á tvö stórmót. „Þetta virðist ekki ætla að vera létt sigling. Við þurfum bara að halda áfram. Þessir gaurar eru flestallir 20-22 ára. Þeir eiga eftir að vera í landsliðinu 10-15 ár í viðbót. Ég vona að ég geti haldið áfram að spila og berja þá áfram þar til þeir komast á stórmót því þeir eiga það skilið.“ Sjá má viðtalið við Sverri í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Annað árið í röð náðu Úkraínumenn að slökkva vonir Íslands um að komast á stórmót í fótbolta karla, með 2-0 sigri í afar spennandi slag liðanna í Varsjá í dag í lokaumferð undankeppni HM. 16. nóvember 2025 12:15