Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2025 12:36 Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970. Hann er nú fallinn í sjó fram. Vegagerðin Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, er fallinn í sjó fram. Í byrjun júní höfðu sjófarendur á svæðinu samband við Vaktstöð siglinga og greindu frá því að vitinn hallaði óvenju mikið. Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að í kjölfarið ábendinganna hafi vitinn verið skoðaður og skorið úr um að aðeins tímaspursmál væri þar til hann hryndi. Lítið vær hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Atli Örn Sævarsson „Starfsmaður Vegagerðarinnar var á ferð í Grímseyjarferjunni í vikunni en siglingaleiðin liggur nærri Gjögurtá. Hvorki hann né skipstjóri ferjunnar komu auga á Gjögurtáarvita og töldu þá líklegt að hann væri fallinn. Vaktstöð siglinga staðfesti síðan fall vitans eftir yfirflug TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslu Íslands. Vegagerðin hefur lengi fylgst með ástandi vitans þar sem grafið hefur undan honum síðustu ár vegna ágangs sjávar auk þess sem jarðskjálftavirkni hefur fjölgað skriðum úr hlíðinni. Jarðfræðilegt mat á svæðinu hefur sýnt að hlíðin sem vitinn stóð í er afar óstöðug og því ekki talið forsvaranlegt að endurbyggja vitann að svo komnu máli, á sama stað. Það verður endurmetið þegar fram líða stundir. Myndir teknar úr Grímseyjarferju í vikunni. Rauði hringurinn sýnir hvar vitinn stóð áður.Vegagerðin Vegagerðin undirbýr nú uppsetningu á fljótandi öryggismerki utan við ströndina við Gjögurtá. Þetta öryggismerki tekur við hlutverki vitans og mun veita sjófarendum sömu siglingalegu upplýsingar og Gjögurtáarviti gerði. Með því helst samfella í leiðarmerkjum á strandsiglingaleiðinni þegar siglt er norðan megin frá Flatey á Skjálfanda og inn eða út úr Eyjafirði. Um vitann á Gjögurtá Fyrsti viti á Gjögurtá var reistur árið 1965, en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970 í framhaldinu. Hann stóð í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga. Ljósahús hans var 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stóð á steyptum sívölum grunni,“ segir í tilkynningunni. Grýtubakkahreppur Vitar Tengdar fréttir Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Frá þessu segir á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að í kjölfarið ábendinganna hafi vitinn verið skoðaður og skorið úr um að aðeins tímaspursmál væri þar til hann hryndi. Lítið vær hægt að gera til að koma í veg fyrir það. Atli Örn Sævarsson „Starfsmaður Vegagerðarinnar var á ferð í Grímseyjarferjunni í vikunni en siglingaleiðin liggur nærri Gjögurtá. Hvorki hann né skipstjóri ferjunnar komu auga á Gjögurtáarvita og töldu þá líklegt að hann væri fallinn. Vaktstöð siglinga staðfesti síðan fall vitans eftir yfirflug TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslu Íslands. Vegagerðin hefur lengi fylgst með ástandi vitans þar sem grafið hefur undan honum síðustu ár vegna ágangs sjávar auk þess sem jarðskjálftavirkni hefur fjölgað skriðum úr hlíðinni. Jarðfræðilegt mat á svæðinu hefur sýnt að hlíðin sem vitinn stóð í er afar óstöðug og því ekki talið forsvaranlegt að endurbyggja vitann að svo komnu máli, á sama stað. Það verður endurmetið þegar fram líða stundir. Myndir teknar úr Grímseyjarferju í vikunni. Rauði hringurinn sýnir hvar vitinn stóð áður.Vegagerðin Vegagerðin undirbýr nú uppsetningu á fljótandi öryggismerki utan við ströndina við Gjögurtá. Þetta öryggismerki tekur við hlutverki vitans og mun veita sjófarendum sömu siglingalegu upplýsingar og Gjögurtáarviti gerði. Með því helst samfella í leiðarmerkjum á strandsiglingaleiðinni þegar siglt er norðan megin frá Flatey á Skjálfanda og inn eða út úr Eyjafirði. Um vitann á Gjögurtá Fyrsti viti á Gjögurtá var reistur árið 1965, en hann eyðilagðist í gassprengingu 2. ágúst 1969. Hinn nýfallni viti var reistur árið 1970 í framhaldinu. Hann stóð í 28 metra hæð á klettanös undir Gjögurfjalli, ysta fjalli Flateyjarskaga. Ljósahús hans var 3,2 metra hátt, úr trefjaplasti, og stóð á steyptum sívölum grunni,“ segir í tilkynningunni.
Grýtubakkahreppur Vitar Tengdar fréttir Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Innlent Fleiri fréttir Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Sjá meira
Hætta á að Gjögurtáarviti falli í sjóinn Vitinn á Gjögurtá, nyrst við austanverðan Eyjafjörð, stendur afar tæpt þar sem hrunið hefur úr undirstöðum hans. Vitinn hallar verulega og telur Vegagerðin að hætta sé á að hann falli fram af klettanösinni í sjóinn. 27. júní 2025 08:47