Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2025 11:02 Kai Trump byrjaði alls ekki vel á sínu fyrsta LPGA-móti. Getty/Brian Spurlock Kai Trump var í miklum vandræðum á fyrsta hringnum sínum á Annika-mótinu og endaði daginn í síðasta sætinu. Trump lét taugarnar fara með sig og lék á þrettán höggum yfir pari í frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni. Hún er bara átján ára áhugakylfingur en fékk boð á mótið frá styrktaraðilum en hún er barnabarn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Kai Trump hits a massive birdie on a Par 3 in her LPGA Debut 🔥👇🏼This is for all the people that said she only got in because of her last nameShe can play! pic.twitter.com/pPDprCCHN5— TONY™ (@TONYxTWO) November 13, 2025 Taugaveikluð Kai Trump fékk tvo tvöfalda skolla og níu skolla á fyrsta hring sínum í Flórída. Taugaveiklaðri en ég bjóst við „Ég var klárlega taugaveiklaðri en ég bjóst við, en mér fannst ég slá mörg frábær högg þarna úti. Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði,“ sagði Trump. „Og þar sem þetta er fyrsta LPGA-mótið mitt veit ég núna hvernig þetta gengur fyrir sig. Mér fannst ég vera svolítið úr takti í byrjun en náði svo taktinum aftur,“ sagði Trump. Trump hefur aðeins keppt á þremur mótum á þessu ári og er í 461. sæti á styrkleikalista bandaríska unglingagolfsambandsins (American Junior Golf Association). Hún fékk boð frá styrktaraðila til að keppa á Annika-mótinu en lauk fyrsta degi fjórum höggum á eftir næsta keppanda og nítján höggum á eftir efsta manni, Haeran Ryu frá Suður-Kóreu, sem er á sex höggum undir pari. Fékk ráð frá Tiger Woods Kai Trump fékk ráð frá Tiger Woods, fimmtánföldum risameistara, fyrir frumraun sína á LPGA-mótaröðinni en það gerði augljóslega ekki mikið fyrir hana. „Ég var taugaveikluð allan tímann, það er engin spurning,“ sagði Trump. „Mér fannst ég standa mig nokkuð vel miðað við að þetta var í fyrsta skipti og ég var yngsti keppandinn á mótinu. Ég skemmti mér konunglega þarna úti,“ sagði Trump. LPGA-mótaröðin sagði að „stór fylgjendahópur og áhrif“ Trumps hjálpaði til við að kynna golf fyrir nýjum áhorfendum, sérstaklega meðal yngri aðdáenda. Hún er með meira en sex milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og setti nýlega á markað eigið fata- og lífsstílsmerki. 18-year-old Kai Trump shoots a 13-over 83 in her LPGA debut. pic.twitter.com/4VWQumyEtu— Golf Digest (@GolfDigest) November 13, 2025 Golf Donald Trump Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Trump lét taugarnar fara með sig og lék á þrettán höggum yfir pari í frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni. Hún er bara átján ára áhugakylfingur en fékk boð á mótið frá styrktaraðilum en hún er barnabarn Donalds Trump Bandaríkjaforseta og gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum. Kai Trump hits a massive birdie on a Par 3 in her LPGA Debut 🔥👇🏼This is for all the people that said she only got in because of her last nameShe can play! pic.twitter.com/pPDprCCHN5— TONY™ (@TONYxTWO) November 13, 2025 Taugaveikluð Kai Trump fékk tvo tvöfalda skolla og níu skolla á fyrsta hring sínum í Flórída. Taugaveiklaðri en ég bjóst við „Ég var klárlega taugaveiklaðri en ég bjóst við, en mér fannst ég slá mörg frábær högg þarna úti. Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði,“ sagði Trump. „Og þar sem þetta er fyrsta LPGA-mótið mitt veit ég núna hvernig þetta gengur fyrir sig. Mér fannst ég vera svolítið úr takti í byrjun en náði svo taktinum aftur,“ sagði Trump. Trump hefur aðeins keppt á þremur mótum á þessu ári og er í 461. sæti á styrkleikalista bandaríska unglingagolfsambandsins (American Junior Golf Association). Hún fékk boð frá styrktaraðila til að keppa á Annika-mótinu en lauk fyrsta degi fjórum höggum á eftir næsta keppanda og nítján höggum á eftir efsta manni, Haeran Ryu frá Suður-Kóreu, sem er á sex höggum undir pari. Fékk ráð frá Tiger Woods Kai Trump fékk ráð frá Tiger Woods, fimmtánföldum risameistara, fyrir frumraun sína á LPGA-mótaröðinni en það gerði augljóslega ekki mikið fyrir hana. „Ég var taugaveikluð allan tímann, það er engin spurning,“ sagði Trump. „Mér fannst ég standa mig nokkuð vel miðað við að þetta var í fyrsta skipti og ég var yngsti keppandinn á mótinu. Ég skemmti mér konunglega þarna úti,“ sagði Trump. LPGA-mótaröðin sagði að „stór fylgjendahópur og áhrif“ Trumps hjálpaði til við að kynna golf fyrir nýjum áhorfendum, sérstaklega meðal yngri aðdáenda. Hún er með meira en sex milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og setti nýlega á markað eigið fata- og lífsstílsmerki. 18-year-old Kai Trump shoots a 13-over 83 in her LPGA debut. pic.twitter.com/4VWQumyEtu— Golf Digest (@GolfDigest) November 13, 2025
Golf Donald Trump Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira