Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 10:00 Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Íslensk tunga Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Sjá meira
Dagur íslenskrar tungu – Gefum íslensku séns Í ár eru liðin 30 ár síðan ríkisstjórn Íslands ákvað að helga fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, íslenskri tungu. Síðan þá hafa stjórnvöld beitt sér árlega fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls sem átti að beina kastljósi okkar að stöðu tungunnar, gildi hennar fyrir þjóðarvitund og menningu. Þrátt fyrir þessa áherslu í 30 ár erum við enn uggandi yfir stöðu þjóðtungunnar og virðumst ráðþrota. Þó skal ekki gera lítið úr áhrifum þess kastljóss sem hefur verið sett á málefnið þessa áratugi en ljóst er að við verðum að gera betur. Að leita svara á íslensku Íslenskan er auðugt mál og þeir sem eru með hana á valdi sínu geta alltaf fundið svar á íslensku. Þess vegna er áhyggjuefni að á Íslandi virðist sem að þeir sem leita sér upplýsinga, þjónustu eða leiðsagnar á íslensku verði að hafa enskuna til jafns og íslenskuna ef þeir ætla að fá svörin. Það eru engar reglur um að upplýsingaskilti skuli að jafnaði vera á íslensku, þegar þjónustu er leitað á kaffihúsi eða veitingahúsi verður enskan að vera jafn tiltæk og lengi mætti telja. En hver er hvatinn fyrir innflytjendur að læra íslensku þegar þeir fá ekki tækifæri til að nota íslenskuna á Íslandi? Íslenska er opinbert mál, ásamt íslenska táknmálinu samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð stjórnvalda og okkar að unnt sé að nota hana á öllum sviðum íslensks samfélags. Því er mikilvægt að fólk sem sest hér að, með annað móðurmál, nái að tileinka sér íslenskuna. Fólk á öllum aldri þarf á henni að halda bæði í leik og starfi. Það mikilvægasta, þegar kemur að inngildingu og móttöku erlendra íbúa, er að skapa aðstæður til að tileinka sér þjóðtunguna. Til þess eru margar leiðir og engin best, en versta leiðin er að útiloka íslenskuna úr okkar daglega samtali. Gefum íslenskunni séns Það er ákall í þjóðfélaginu um að styrkja stöðu íslenskrar tungu, ekki bara til að viðhalda þessu tungumáli sem er með elstu tungumálum í heimi heldur er þetta þjóðtungan og það er einfaldlega léttara að lifa og starfa hér á landi ef við tileinkum okkur málið, þetta á við um okkur öll, líka okkur íslensku móðurmálshafana, því kunnátta okkar í tungumálinu virðist vera að dala. Til þess að treysta málið í sessi verðum við öll að axla ábyrgð, við erum jú öll almannakennarar þegar kemur að tungumálinu. Tungumál lærist best með því að iðka það. Það er líka okkar að auka meðvitund og virkni samfélagsins við að hjálpa fólki við máltileinkun íslensku. Áfram er það réttur fólks að geta nýtt sitt móðurmál þegar það er að ná fram persónulegum réttindum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu og í samskiptum við stofnanir. Gefum íslensku séns, 16. nóvember, 5. janúar, 12. júní og alla hina daga ársins. Höfundur er verkefnastjóri Gefum íslensku séns á Ísafirði.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar