Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 09:02 Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson. Sýn Sport Extra-leikarnir halda áfram í Bónus Körfuboltakvöldi Extra og nú var boðið upp á vítakeppni í handbolta. Extra-leikarnir eru fastur liður í Bónus Körfuboltakvöldi Extra en þar spreyta Nablinn, Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson sig í ýmsum íþróttagreinum. Þeir hafa verið að reyna fyrir sér í frjálsum íþróttum og fótbolta-körfubolta en nú var komið að harpixinu. Þetta var sjötta umferð Extra-leikanna sem verða í gangi í allan vetur. „Núna erum við farin í handboltann. Þetta er mitt sport. Það er vítakastkeppni sem er fram undan. Tommi Steindórs. Hefðir mögulega orðið besti línumaður sögunnar ef þú hefðir bara valið handboltann,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það var ekkert um það að velja. Ég var frá Hellu. Ég fór í handbolta síðast í grunnskóla 2006 og ég hef bara ekki snert hann síðan. Þannig að það var aldrei neitt val um það að fara í handbolta,“ sagði Tómas Steindórsson. Klippa: Extra-leikarnir: 6. umferð - vítakeppni í handbolta „Andri, en þú aftur á móti æfðir handbolta. Má alveg segja að þú æfir handboltann ennþá,“ sagði Stefán Árni. „Já, ég tók æfingu á mánudaginn með þriðja flokki HK og það fór gott orð af því,“ sagði Andri Már Eggertsson sem viðurkenndi að hafa bara tekið fyrsta hálftímann. Það sá samt á Nablanum eftir æfinguna. „Já, ég fékk blöðru. Þetta var fyrsta æfingin í átta ár,“ sagði Andri Már sem mætti með teip í vítakeppnina. „Það sem er gaman við þessa keppni, kæru áhorfendur, er að þeir mæta með sinn eigin markvörð. Og þeir eru nú ekki af ódýrari gerðinni. Þetta eru silfurdrengirnir báðir,“ sagði Stefán. Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson. Þeir stóðu saman í marki íslenska landsliðsins þegar liðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Björgvin Páll er enn að spila og enn í landsliðinu en það er svolítið síðan skórnir hans Hreiðars fóru upp á hillu. Það má sjá stutt viðtal við silfurdrengina og svo alla vítakeppnina í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Handbolti Tengdar fréttir Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Hvor kastar lengra? Nablinn Andri Már Eggertsson með kúlu fyrir kvenmenn eða Tómas Steindórsson með kúlu fyrir karlmenn? Svarið við þeirri stóru spurningu fékkst í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. 21. október 2025 12:00 „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Extra-leikarnir halda áfram og enn á ný var boðið upp á spennandi keppni með passlegri blöndu af keppnisskapi, gríni og kyndingum. 30. október 2025 09:31 Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna. 22. október 2025 17:31 Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Hvernig ætli Andra Má Eggertssyni, Nablanum, og Tómasi Steindórssyni gengi í langstökki? Svarið við þeirri spurningu fékkst í Bónus Körfuboltakvöldi extra í gær. 14. október 2025 10:02 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Extra-leikarnir eru fastur liður í Bónus Körfuboltakvöldi Extra en þar spreyta Nablinn, Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson sig í ýmsum íþróttagreinum. Þeir hafa verið að reyna fyrir sér í frjálsum íþróttum og fótbolta-körfubolta en nú var komið að harpixinu. Þetta var sjötta umferð Extra-leikanna sem verða í gangi í allan vetur. „Núna erum við farin í handboltann. Þetta er mitt sport. Það er vítakastkeppni sem er fram undan. Tommi Steindórs. Hefðir mögulega orðið besti línumaður sögunnar ef þú hefðir bara valið handboltann,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það var ekkert um það að velja. Ég var frá Hellu. Ég fór í handbolta síðast í grunnskóla 2006 og ég hef bara ekki snert hann síðan. Þannig að það var aldrei neitt val um það að fara í handbolta,“ sagði Tómas Steindórsson. Klippa: Extra-leikarnir: 6. umferð - vítakeppni í handbolta „Andri, en þú aftur á móti æfðir handbolta. Má alveg segja að þú æfir handboltann ennþá,“ sagði Stefán Árni. „Já, ég tók æfingu á mánudaginn með þriðja flokki HK og það fór gott orð af því,“ sagði Andri Már Eggertsson sem viðurkenndi að hafa bara tekið fyrsta hálftímann. Það sá samt á Nablanum eftir æfinguna. „Já, ég fékk blöðru. Þetta var fyrsta æfingin í átta ár,“ sagði Andri Már sem mætti með teip í vítakeppnina. „Það sem er gaman við þessa keppni, kæru áhorfendur, er að þeir mæta með sinn eigin markvörð. Og þeir eru nú ekki af ódýrari gerðinni. Þetta eru silfurdrengirnir báðir,“ sagði Stefán. Tómas mætti með Hreiðar Levý Guðmundsson og Nablinn mætti með Björgvin Pál Gústavsson. Þeir stóðu saman í marki íslenska landsliðsins þegar liðið vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Björgvin Páll er enn að spila og enn í landsliðinu en það er svolítið síðan skórnir hans Hreiðars fóru upp á hillu. Það má sjá stutt viðtal við silfurdrengina og svo alla vítakeppnina í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Handbolti Tengdar fréttir Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Hvor kastar lengra? Nablinn Andri Már Eggertsson með kúlu fyrir kvenmenn eða Tómas Steindórsson með kúlu fyrir karlmenn? Svarið við þeirri stóru spurningu fékkst í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. 21. október 2025 12:00 „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Extra-leikarnir halda áfram og enn á ný var boðið upp á spennandi keppni með passlegri blöndu af keppnisskapi, gríni og kyndingum. 30. október 2025 09:31 Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna. 22. október 2025 17:31 Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Hvernig ætli Andra Má Eggertssyni, Nablanum, og Tómasi Steindórssyni gengi í langstökki? Svarið við þeirri spurningu fékkst í Bónus Körfuboltakvöldi extra í gær. 14. október 2025 10:02 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Sjá meira
Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Hvor kastar lengra? Nablinn Andri Már Eggertsson með kúlu fyrir kvenmenn eða Tómas Steindórsson með kúlu fyrir karlmenn? Svarið við þeirri stóru spurningu fékkst í Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. 21. október 2025 12:00
„Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Extra-leikarnir halda áfram og enn á ný var boðið upp á spennandi keppni með passlegri blöndu af keppnisskapi, gríni og kyndingum. 30. október 2025 09:31
Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi Extra mætti Andri Már Eggertsson of seint í upptökum. Þátturinn er alltaf tekinn upp í hádeginu á mánudögum en þar sem Andri var nýlentur frá Manchester mætti hann örlítið of seint í upptökuna. 22. október 2025 17:31
Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Hvernig ætli Andra Má Eggertssyni, Nablanum, og Tómasi Steindórssyni gengi í langstökki? Svarið við þeirri spurningu fékkst í Bónus Körfuboltakvöldi extra í gær. 14. október 2025 10:02