Veður

Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu núll til átta stig í dag.
Frost verður á bilinu núll til átta stig í dag. Vísir/Vilhelm

Það verður ansi hvasst austast á landinu í dag og einkum á sunnanverðu Austfjörðum þar sem varasamar hviður og sterkur meðalvindur getur valdið vegfarendum vandræðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í dag og fram á kvöld.

Á vef Veðurstofunnar segir að annars staðar á landinu verði vindur mun skaplegri. Í kvöld og nótt dragi svo úr vindi fyrir austan.

Gera má ráð fyrir skýjuðu veðri norðan- og austantil og stöku él norðaustanlands framan af degi. Annars verður bjart veður og frost á bilinu 0 til 8 stig. Kaldast verður inn til landsins.

„Á morgun sækir svo að landinu mildari vestlæg átt og mun fylgja henni dálítil úrkoma, ýmist snjókoma eða slydda. Ekki er gert ráð fyrir miklu úrkomumagni. Þá hlánar jafnframt á vestanverðu landinu, en fyrir austan léttir til og áfram verður frost á þeim slóðum.

Víðast hvar þurrt um helgina og þokkalega milt vestantil, en líklegast áfram frost á austurhelmingi landsins,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Vísir/Vilhelm

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Hæg breytileg átt og bjartviðri, en vestan 3-8 m/s og þykknar upp eftir hádegi með lítilsháttar snjókomu eða slyddu við vestur- og norðurströndina. Hiti um og undir frostmarki, en hlánar við vesturströndina er líður á daginn.

Á föstudag: Fremur hæg breytileg átt, en suðvestan 8-13 m/s norðvestantil. Skýjað, en léttir til á austanverðu landinu. Frost 0 til 5 stig, en hiti 0 til 6 stig á vesturhluta landsins.

Á laugardag: Norðvestlæg eða breytileg átt, víða hæg. Skýjað og hiti í kringum frostmark, en léttir til og kólnar er líður á daginn.

Á sunnudag: Norðlæg eða breytilega átt og víða léttskýjað. Frost 1 til 7 stig, en sums staðar frostlaust við suður- og vesturströndina.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt, skýjað og dálítil él, en bjart sunnan heiða. Frost um allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×