Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 10:00 Ísold Sævarsdóttir hefur valið Georgíuháskóla og mun stunda þar nám og keppa með bolabítum skólans. @isoldsaevars Íslenska sjöþrautarkonan Ísold Sævarsdóttir hefur valið sér bandarískan háskóla en þrír skólar voru á eftir þessari frábæru íþróttakonu. Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars) Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Ísold hafði áður sagt frá því að hún hafi heimsótt þrjá háskóla í ferð sinni til Bandaríkjanna og valið stæði á milli þeirra. Skólarnir voru University of Kentucky í borginni Lexington í Kentucky-fylki í suðaustur-Bandaríkjunum, University of Georgia í borginni Aþenu í Georgíufylki í Suður-Bandaríkjunum og University of Arizona í borginni Tucson í Arizona-fylki í suðavestur-Bandaríkjunum. Ísold sagði frá vali sínum á sérstakan hátt á samfélagsmiðlum sínum. Þar má sjá hana ferðast um með bréf merkt háskóla í Bandaríkjunum. Bréfið fer með henni í skólatöskunni og myndbandið endar á því að hún opnar bréfið. Þar kemur í ljós að Ísold hefur ákveðið að fara University of Georgia og verður liðsmaður Georgia Bulldogs-háskólaliðsins næstu fjögur árin. Georgíu-háskóli hefur kannski verið þekktastur á Íslandi fyrir að þar varð til bandaríska hljómsveitin REM á níunda ártugnum en þeir Bill Berry, Peter Buck, Mike Mills og Michael Stipe voru allir nemar við skólann. Ísold náði besta árangri íslenskra kvenna í sjöþraut á árinu þegar hún náði í 5490 stig á Norðurlandamótinu í fjölþrautum. Það skilaði henni silfri á Norðurlandamótinu. Kvennalið Georgíu-háskóla varð NCAA-háskólameistari í fyrsta sinn í ár en þjálfari liðsins er Caryl Smith-Gilbert sem vann líka tvo háskólatitla sem þjálfari University of Southern California áður en hún kom til Aþenu. Georgíuháskóli hefur átt gullverðlaunahafa á síðustu þremur Ólympíuleikum því Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum (gull í 400 metra hlaupi 2016 og 2021) og Aaliyah Butler frá Bandaríkjunum (gull í boðhlaupi 2024) voru nemar við skólann. Þær Gwen Torrence og Debbie Ferguson-McKenzie hafa einnig unnið gullverðlaun á Ólympíuleikum. View this post on Instagram A post shared by isoldsaevars (@isoldsaevars)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira