Innlent

Nýtt fyrir­tæki í Grinda­vík með 24 starfs­menn

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
David Leifsson, framkvæmdastjóri VikNordik í Grindavík, sem er mjög ánægður með að hafa það í bæjarfélaginu og hann segir framtíð atvinnulífsins á staðnum bjarta þrátt fyrir allt og allt.
David Leifsson, framkvæmdastjóri VikNordik í Grindavík, sem er mjög ánægður með að hafa það í bæjarfélaginu og hann segir framtíð atvinnulífsins á staðnum bjarta þrátt fyrir allt og allt. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framtíð atvinnulífsins í Grindavík er björt segir framkvæmdastjóri VikNordik, sem er nýtt fyrirtæki á staðnum með tuttugu og fjóra starfsmenn. Fyrirtækið er sérhæft í plastsuðu og hefur þjónustað fiskeldisfyrirtæki í Færeyjum og Íslandi.

David Leifsson, sem er hálfur dani og hálfur Íslendingur stofnaði fyrirtækið fyrir nokkrum mánuðum og er nú þegar komin með tuttugu og fjóra starfsmenn og það er meira en nóg að gera í 3.300 fermetra húsnæði fyrirtæksins við Hafnargötu enda segir hann framtíð atvinnulífsins í Grindavík bjarta þrátt fyrir allt og allt.

„Við einbeitum okkur aðallega að fiskeldis starfsemi og byggjum fiskeldisstöðvar. Við smíðum lagnakerfi, útvegum efni, lagnir, dælur og brunna auk annars búnaðar.sem eldisstöðvar þarfnast. Einnig slöngur og slíkan búnað,” segir David.

Fyrirtækið er sérhæft í plastsuðu og hefur þjónustað fiskeldisfyrirtæki í Færeyjum og Íslandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og David er mjög ánægður með að hafa fyrirtækið í Grindavík.

„Ég kann vel við mig og þetta er góður staður. Við fluttum hingað fyrir þremur mánuðum. Hér er kyrrlátt og friðsælt og hér er gott fólk,” bætir David við.

David Leifsson, framkvæmdastjóri VikNordik í Grindavík einbeittur við vinnu sína í tölvunni á skrifstofu fyrirtækisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hjá fyrirtækinu vinna bæði erlendir og íslenskir starfsmenn eins og Aurel, sem er frá Rúmeníu.

„Þetta er fínn og rólegur bær. Hann hefur upp á margt að bjóða. Vonandi mun brátt fjölga hér í bænum", segir hann.

Aurel er hæstánægður með það að búa í Grindavík og að vinna hjá VikNordik.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Aurel er hæstánægður með það að búa í Grindavík.

„Já, þetta er allt að koma, mörg fyrirtæki eru að hefja starfsemi hér neðar í götunni, það er er jákvæð þróun,” segir hann.

Tveir af starfsmönnum fyrirtækisins en alls eru þeir 24.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða fyrirtækisins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×