Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2025 08:31 Caitriona Jennings er Ólympíufari og hefur keppt í hlaupum nær alla tíð. Nú einbeitir hún sér að lengri hlaupum. Getty/Christopher Wong Írska íþróttakonan Caitriona Jennings setti heimsmet í hundrað mílna hlaupi um helgina þegar hún hljóp þessa 180 kílómetra á tólf klukkustundum, 37 mínútum og fjórum sekúndum. Jennings bætti gamla metið um meira en fimm mínútur en metið setti hún í hundrað mílu hlaupinu í Illinois í Bandaríkjunum. Ótrúlegt en satt var þetta fyrsta keppni hennar í þessari vegalengd en hún átti einu sinni heimsmetið í fimmtíu mílu hlaupi sem hún missti reyndar þessa sömu helgi. Life has returned to normal very quickly for new Donegal world record holder Caitriona Jennings, but she still had time to reflect on her incredible performance in the 100-mile race in Illinois. pic.twitter.com/l85hHjTgjj— RTÉ Sport (@RTEsport) November 10, 2025 Hún hélt fullkomnum hraða mestallt hundrað mílna hlaupið og hljóp hverja mílu á sjö mínútum og 26 sekúndum. Hún hægði aðeins á sér á lokasprettinum en náði að halda sér undir heimsmetshraða og endaði í fjórða sæti í heildina. Írska ríkisútvarpið ákvað að heilsa upp á Jennings en hún var þá mætt í vinnuna eins og ekkert sé. Hún hafði þá þegar flogið heim til Írlands frá Bandaríkjunum með næturflugi. „Endurheimtin hefur bara gengið vetur en í bjóst við. Mér líður vel,“ sagði Caitriona Jennings þegar hún var mætt til vinnu aðeins 48 klukkustundum eftir að hafa hlaupið í meira en tólf klukkutíma og sett nýtt heimsmet. „Ég er stíf og tröppur eru svolítil áskorun. En ég hélt klárlega að ég yrði verri,“ sagði hún. „Ég hef verið verri eftir styttri hlaup en þetta hefur gengið vel. Það sem má lesa úr því er að undirbúningurinn var greinilega réttur hjá mér fyrir þetta hlaup,“ sagði Jennings. „Ég vissi að ég yrði að vera rosalega þolinmóð í byrjun hlaupsins, svona að minnsta kosti fyrstu fimmtíu mílurnar. Ég fann næringuna vel skipulagða og eiginmaðurinn var þarna til að styðja við bakið á mér,“ sagði Jennings. „Hann var mættur á fimm mílna fresti með allt sem ég þurfti, hvort sem það voru drykkir, gel eða bara vatn. Ég vissi að ef ég næði að drekka nóg og ná nægri orku í gegnum matinn og næði að halda réttum hraða þá yrði þetta góður dagur,“ sagði Jennings. View this post on Instagram A post shared by RTÉ News (@rtenews) Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Sjá meira
Jennings bætti gamla metið um meira en fimm mínútur en metið setti hún í hundrað mílu hlaupinu í Illinois í Bandaríkjunum. Ótrúlegt en satt var þetta fyrsta keppni hennar í þessari vegalengd en hún átti einu sinni heimsmetið í fimmtíu mílu hlaupi sem hún missti reyndar þessa sömu helgi. Life has returned to normal very quickly for new Donegal world record holder Caitriona Jennings, but she still had time to reflect on her incredible performance in the 100-mile race in Illinois. pic.twitter.com/l85hHjTgjj— RTÉ Sport (@RTEsport) November 10, 2025 Hún hélt fullkomnum hraða mestallt hundrað mílna hlaupið og hljóp hverja mílu á sjö mínútum og 26 sekúndum. Hún hægði aðeins á sér á lokasprettinum en náði að halda sér undir heimsmetshraða og endaði í fjórða sæti í heildina. Írska ríkisútvarpið ákvað að heilsa upp á Jennings en hún var þá mætt í vinnuna eins og ekkert sé. Hún hafði þá þegar flogið heim til Írlands frá Bandaríkjunum með næturflugi. „Endurheimtin hefur bara gengið vetur en í bjóst við. Mér líður vel,“ sagði Caitriona Jennings þegar hún var mætt til vinnu aðeins 48 klukkustundum eftir að hafa hlaupið í meira en tólf klukkutíma og sett nýtt heimsmet. „Ég er stíf og tröppur eru svolítil áskorun. En ég hélt klárlega að ég yrði verri,“ sagði hún. „Ég hef verið verri eftir styttri hlaup en þetta hefur gengið vel. Það sem má lesa úr því er að undirbúningurinn var greinilega réttur hjá mér fyrir þetta hlaup,“ sagði Jennings. „Ég vissi að ég yrði að vera rosalega þolinmóð í byrjun hlaupsins, svona að minnsta kosti fyrstu fimmtíu mílurnar. Ég fann næringuna vel skipulagða og eiginmaðurinn var þarna til að styðja við bakið á mér,“ sagði Jennings. „Hann var mættur á fimm mílna fresti með allt sem ég þurfti, hvort sem það voru drykkir, gel eða bara vatn. Ég vissi að ef ég næði að drekka nóg og ná nægri orku í gegnum matinn og næði að halda réttum hraða þá yrði þetta góður dagur,“ sagði Jennings. View this post on Instagram A post shared by RTÉ News (@rtenews)
Frjálsar íþróttir Hlaup Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Sjá meira