Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 16:31 Rob Gronkowski er líflegur og skemmtilegur persónuleiki en hann var líka stórkostlegur leikmaður á sínum tíma. Getty/John Nacion Rob Gronkowski er einn besti innherji sögunnar og þekktastur fyrir tíma sinn hjá New England Patriots. Hann endaði hins vegar feril sinn sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers. Nú ætlar kappinn að breyta því á formlegan hátt áður en skórnir fara endanlega upp á hillu. Gronkowski ætlar að skrifa undir táknrænan eins dags samning við New England Patriots á morgun svo hann geti lagt skóna upp á hillu sem leikmaður Patriots fyrir lífstíð. Hann ætlar með því að uppfylla ósk náins vinar sem lést úr krabbameini fyrr í mánuðinum. Gronkowski, sem lék með Patriots frá 2010 til 2018 og var hluti af þremur meistaraliðum áður en hann lauk ferlinum og vann annan titil með Tampa Bay Buccaneers árin 2020–2021. On Fox's pre-show earlier today, Rob Gronkowski announced he's signing a 1 day contract this week to retire as a New England Patriot! He also picked the Pats to win in Tampa! 🫡 pic.twitter.com/6gVxgOnJ7X— Follow: @ThrowbackPATS (@ThrowbackPATS) November 9, 2025 Táknræni samningurinn var hugmynd Susan Hurley en Gronkowski myndaði náin vináttubönd við hana í gegnum umfangsmikið góðgerðarstarf sitt í Nýja-Englandi. Í ágúst, þegar Gronkowski vígði nýjan leikvöll í Boston sem hann gaf 1,8 milljónir dala til, sagði hann að verkefnið væri innblásið af Hurley. Þann dag spurði Hurley: „Getum við ekki bara gert þetta formlegt og samið við hann til eins dags svo hann geti hætt sem leikmaður Patriots?“ Eigandinn Robert Kraft, sem hafði þegar ætlað að gera þetta þegar Gronkowski yrði gjaldgengur í heiðurshöll liðsins á næsta ári, studdi þá hugmynd að flýta ferlinu og Gronkowski sagði: „Mér líst mjög vel á það og ástæðan fyrir því að við ætlum að gera þetta er vegna Susan Hurley,“ sagði Gronkowski þegar hann tilkynnti þetta á sunnudaginn þegar hann var að starfa sem sérfræðingur hjá Fox Sports. Hurley tapaði hetjulegri baráttu við krabbamein þann 1. nóvember. Hún var 62 ára. Gronkowski er í hundrað ára afmælisliði NFL-deildarinnar og er talinn einn besti innherji í sögu NFL. Á ellefu tímabilum í deildarkeppninni skoraði hann 92 snertimörk og bætti við fimmtán snertimörkum í úrslitakeppninni. 🚨🚨BREAKING NEWS🚨🚨Legendary tight end Rob Gronkowski is signing a ONE-DAY contract this week to RETIRE with the New England #Patriots.Gronk is the greatest TE ever & played 9 seasons in NE:4x SB Champ5x Pro Bowler4x All-Pro2010s All-Decade TeamThe undisputed GOAT 🐐 pic.twitter.com/QCvC7bzdMZ— MLFootball (@MLFootball) November 10, 2025 NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira
Gronkowski ætlar að skrifa undir táknrænan eins dags samning við New England Patriots á morgun svo hann geti lagt skóna upp á hillu sem leikmaður Patriots fyrir lífstíð. Hann ætlar með því að uppfylla ósk náins vinar sem lést úr krabbameini fyrr í mánuðinum. Gronkowski, sem lék með Patriots frá 2010 til 2018 og var hluti af þremur meistaraliðum áður en hann lauk ferlinum og vann annan titil með Tampa Bay Buccaneers árin 2020–2021. On Fox's pre-show earlier today, Rob Gronkowski announced he's signing a 1 day contract this week to retire as a New England Patriot! He also picked the Pats to win in Tampa! 🫡 pic.twitter.com/6gVxgOnJ7X— Follow: @ThrowbackPATS (@ThrowbackPATS) November 9, 2025 Táknræni samningurinn var hugmynd Susan Hurley en Gronkowski myndaði náin vináttubönd við hana í gegnum umfangsmikið góðgerðarstarf sitt í Nýja-Englandi. Í ágúst, þegar Gronkowski vígði nýjan leikvöll í Boston sem hann gaf 1,8 milljónir dala til, sagði hann að verkefnið væri innblásið af Hurley. Þann dag spurði Hurley: „Getum við ekki bara gert þetta formlegt og samið við hann til eins dags svo hann geti hætt sem leikmaður Patriots?“ Eigandinn Robert Kraft, sem hafði þegar ætlað að gera þetta þegar Gronkowski yrði gjaldgengur í heiðurshöll liðsins á næsta ári, studdi þá hugmynd að flýta ferlinu og Gronkowski sagði: „Mér líst mjög vel á það og ástæðan fyrir því að við ætlum að gera þetta er vegna Susan Hurley,“ sagði Gronkowski þegar hann tilkynnti þetta á sunnudaginn þegar hann var að starfa sem sérfræðingur hjá Fox Sports. Hurley tapaði hetjulegri baráttu við krabbamein þann 1. nóvember. Hún var 62 ára. Gronkowski er í hundrað ára afmælisliði NFL-deildarinnar og er talinn einn besti innherji í sögu NFL. Á ellefu tímabilum í deildarkeppninni skoraði hann 92 snertimörk og bætti við fimmtán snertimörkum í úrslitakeppninni. 🚨🚨BREAKING NEWS🚨🚨Legendary tight end Rob Gronkowski is signing a ONE-DAY contract this week to RETIRE with the New England #Patriots.Gronk is the greatest TE ever & played 9 seasons in NE:4x SB Champ5x Pro Bowler4x All-Pro2010s All-Decade TeamThe undisputed GOAT 🐐 pic.twitter.com/QCvC7bzdMZ— MLFootball (@MLFootball) November 10, 2025
NFL Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sjá meira