Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 06:30 Alex Singleton hlustar á bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Denver Broncos og Las Vegas Raiders, leik sem hann spilaði aðeins nokkrum dögum eftir að hafa greinst með krabbamein. Getty/Cooper Neill Alex Singleton, varnarmaður Denver Broncos, spilaði í nýlegum sigri liðsins á Las Vegas Raiders þrátt fyrir að hafa greinst með eistnakrabbamein nokkrum dögum áður. Hann lét líka finna fyrir sér í leiknum og var því ekkert að hlífa sér þrátt fyrir stöðuna. Hinn 31 árs gamli fór í aðgerð síðastliðinn föstudag til að fjarlægja krabbameinsæxli sem var á byrjunarstigi, degi eftir að hann átti níu tæklingar í 10-7 sigri Broncos á Raiders á Mile High Stadium. Í færslu sinni á Instagram-reikningi sínum sagði Singleton að heilsufarsáhyggjur hans hafi byrjað fyrir rúmum tveimur vikum eftir lyfjapróf sem sýndi hækkað magn hormónsins hcG í líkama hans. Heimsókn til þvagfærasérfræðings, sem framkvæmdi ómskoðun í síðustu viku, leiddi í ljós eistnakrabbamein. Singleton sagðist vera á batavegi eftir aðgerð og spáði því að hann myndi snúa aftur á völlinn á næstu vikum á meðan hann bíður eftir frekari niðurstöðum úr rannsóknum en hann segist hafa mjög góðar batahorfur. „Ég velti því mikið fyrir mér hvort ég ætti að deila svona persónulegum upplýsingum opinberlega,“ skrifaði Singleton. „En staðreyndin er sú að ef það hjálpar einni manneskju að ákveða að fylgjast betur með líkama sínum, þá er það vel þess virði,“ skrifaði Singleton. „Snemmbúin greining og regluleg skimun bjarga mannslífum og geta sparað ástvinum mikla sorg,“ skrifaði Singleton. View this post on Instagram A post shared by Alex Singleton (@alexsingleton49) NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira
Hann lét líka finna fyrir sér í leiknum og var því ekkert að hlífa sér þrátt fyrir stöðuna. Hinn 31 árs gamli fór í aðgerð síðastliðinn föstudag til að fjarlægja krabbameinsæxli sem var á byrjunarstigi, degi eftir að hann átti níu tæklingar í 10-7 sigri Broncos á Raiders á Mile High Stadium. Í færslu sinni á Instagram-reikningi sínum sagði Singleton að heilsufarsáhyggjur hans hafi byrjað fyrir rúmum tveimur vikum eftir lyfjapróf sem sýndi hækkað magn hormónsins hcG í líkama hans. Heimsókn til þvagfærasérfræðings, sem framkvæmdi ómskoðun í síðustu viku, leiddi í ljós eistnakrabbamein. Singleton sagðist vera á batavegi eftir aðgerð og spáði því að hann myndi snúa aftur á völlinn á næstu vikum á meðan hann bíður eftir frekari niðurstöðum úr rannsóknum en hann segist hafa mjög góðar batahorfur. „Ég velti því mikið fyrir mér hvort ég ætti að deila svona persónulegum upplýsingum opinberlega,“ skrifaði Singleton. „En staðreyndin er sú að ef það hjálpar einni manneskju að ákveða að fylgjast betur með líkama sínum, þá er það vel þess virði,“ skrifaði Singleton. „Snemmbúin greining og regluleg skimun bjarga mannslífum og geta sparað ástvinum mikla sorg,“ skrifaði Singleton. View this post on Instagram A post shared by Alex Singleton (@alexsingleton49)
NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Sjá meira