Lífið samstarf

Knútur vann gras­kers­keppni FM957 og Fjarðar­kaupa

FM957 og Fjarðarkaup
Knútur Haukstein Ólafsson frá Akranesi vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa 2025. Hér heldur hann á Ryan Gosling graskeri sem tók átta klukkustundir að klára.
Knútur Haukstein Ólafsson frá Akranesi vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa 2025. Hér heldur hann á Ryan Gosling graskeri sem tók átta klukkustundir að klára.

Knútur Haukstein Ólafsson frá Akranesi átti hreint ekki í vandræðum með að skera sig úr hópnum þegar hann tryggði sér sigur í graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa 2025. Hann fær í verðlaun 50.000 króna inneign hjá Fjarðakaupum og er nú formlega graskerskonungur landsins.

Knútur, sem hefur skorið út næstum 90 grasker frá árinu 2018, segir að þetta allt hafi byrjað í Bónus á Akranesi. „Ég sá bara grasker í búðinni og hugsaði: „Af hverju ekki að prófa?“ Fyrsta graskerið mitt var bara klassískt brosandi grasker sem ég skar út með þykkum eldhúshníf og var frekar einfalt. En síðan þá hefur þetta bara þróast út í alvöru list,“ segir hann.

Hægt er að kynna sér verk hans á Instagram, á kay_z_pumpkins og knuturhaukstein.

Nokkur hress grasker úr smiðju Knúts.

Vinnuferlið er lengra og flóknara en margur heldur en Knútur vinnur með svokallað stencil-kerfi. Þá prentar hann út mynd á A4 blað, límir hana á graskerið, gatar meðfram útlínum, tekur blaðið af og sker að lokum út.

Knútur vinnur með svokallað stencil-kerfi. Hér má sjá dæmi um myndir sem hann skar eftir.

Fyrst voru þetta einfaldir broskallar en fljótlega fór þetta að þróast út í flóknari myndir, t.d. kvikmyndapersónur, tónlistarfólk, tölvuleikjapersónur, dýr og stjörnumerki. „Í dag er ég farinn að finna myndir á netinu og jafnvel breyta þeim í Photoshop svo þær séu einfaldari að skera út.“

Ég var átta klukkustundir að skera út Ryan Gosling og þá tel ég pásurnar ekki með.
Hér má sjá myndina sem Knútur vann eftir þegar hann skar út Ryan Goslin graskerið.

Í ár hefur Knútur m.a. skorið út Al Pacino, André 3000, Kurt Cobain og gítarleikarann John Frusciante. „Einfaldir útskurðir geta tekið 1-2 klukkustundir en flóknari útskurðir eins og andlitsmyndir geta tekið mig allan daginn. Ég var átta klukkustundir að skera út Ryan Gosling og þá tel ég pásurnar ekki með.“

Og hvað ætlar graskerssnillingurinn að gera við verðlaunin? 

„Ég væri helst til í að kaupa bara fleiri grasker ef það er í boði. En annars þarf ég líka nokkur verkfæri til að breyta Captain Kirk grímu í Michael Myers grímu. Það er spurning hvort ég finni svoleiðis verkfæri í Fjarðarkaupum? Ef það klikkar þá fer inneignin í eitthvað skynsamlegt eins og mat,“ segir hann hlæjandi.

Kurt Cobain, söngvari og gítarleikari og lagasmiður rokkhljómsveitarinnar Nirvana.

Við óskum Knúti til hamingju og hlökkum nú þegar til að sjá hvað (eða hver) verður næst á graskerinu hans á næsta ári!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.