Lífið

Ólafur og Hildur selja í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ólafur og Hildur hafa gert íbúðina upp á smekklegan máta.
Ólafur og Hildur hafa gert íbúðina upp á smekklegan máta.

Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, hafa sett íbúð sína við Fornhaga í Vesturbænum á sölu. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Um er að ræða 88 fermetra íbúð á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1957. Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð á smekklegan máta.

Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í opnu og rúmgóðu rými með góðum gluggum með fallegu útsýni. Í eldhúsinu er nýleg hvít innrétting með grárri borðplötuog góðu skápaplássi. Þaðan er útgengt á suður svalir.

Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.