Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2025 11:00 Ian Jeffs og Nik Chamberlain slógu á létta strengi. Sá síðarnefndi vill fá leikmenn Blika með sér til Svíþjóðar en sá fyrrnefndi tekur við þjálfarastarfi Blika og vill líklega halda í sína bestu leikmenn. Vísir Nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks hefur í nægu að snúast þrátt fyrir að taka ekki formlega við starfinu fyrr en í næsta mánuði. Fráfarandi þjálfari útilokar ekki að fá Blika með sér til Svíþjóðar. Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Selma Sól Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Selma Sól Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki
Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira