Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. nóvember 2025 07:00 Síðar í dag munu efstu tveir menn heimslistans í tennis æfa saman í fyrsta sinn. Tim Clayton/Getty Images Blað verður brotið í tennissögunni í dag þegar tveir efstu menn heimslistans æfa saman í fyrsta sinn, Jannik Sinner og Carlos Alcaraz eru að undirbúa sig fyrir síðasta mót tímabilsins, sem mun skera úr um hvor þeirra verður á toppnum í tennisheiminum. Opinber æfing hjá efstu mönnum heimslistans hefur ekki sést áður en nýja kynslóðin ætlar að breyta því. Sinner og Alcaraz eru bestu tennisspilarar heims í dag og hafa tekið við af þrenningunni sem skiptist lengi á því að vinna stóru titlana; Rafael Nadal, Roger Federer og Novak Djokovic. Sá síðastnefndi er reyndar enn vel spilandi og verður með á ATP mótinu á Ítalíu um helgina, en hefur sjálfur viðurkennt að hann geti ekki haldið í við toppana tvo, Sinner og Alcaraz. Sinner og Alcaraz hittust og heilsuðust vinalega á blaðamannafundi í gær. Þeir munu svo æfa saman í tvo klukkutíma í dag en æfingin hefst klukkan 10, fyrri klukkutíminn verður á æfingavelli en seinni klukkutíminn á keppnisvellinum þar sem mótið mun hefjast á sunnudag. Þeir hafa mæst alls fimmtán sinnum og Spánverjinn Alcaraz hefur unnið tíu af þeim viðureignum en Ítalinn Sinner verður vel studdur á heimavelli á þessu móti. Á síðustu átta risamótum hafa þeir mæst í úrslitum og annar hvor þeirra hefur unnið öll tennismótin á ATP-tímabilinu. Mótið á Ítalíu, sem hefst á sunnudag og fer fram næstu tvær vikurnar, er síðasta mót tímabilsins og mun ákveða hvor þeirra verður í efsta sæti heimslistans fram á næsta ár. Sinner situr í toppsætinu sem stendur, með 11.500 stig, en Alcaraz er með 11.250 stig í öðru sætinu. Næsti maður fyrir neðan er Alexander Zverev með 5.560 stig, sem gefur ágætis mynd af yfirburðum hinna tveggja. Tennis Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira
Opinber æfing hjá efstu mönnum heimslistans hefur ekki sést áður en nýja kynslóðin ætlar að breyta því. Sinner og Alcaraz eru bestu tennisspilarar heims í dag og hafa tekið við af þrenningunni sem skiptist lengi á því að vinna stóru titlana; Rafael Nadal, Roger Federer og Novak Djokovic. Sá síðastnefndi er reyndar enn vel spilandi og verður með á ATP mótinu á Ítalíu um helgina, en hefur sjálfur viðurkennt að hann geti ekki haldið í við toppana tvo, Sinner og Alcaraz. Sinner og Alcaraz hittust og heilsuðust vinalega á blaðamannafundi í gær. Þeir munu svo æfa saman í tvo klukkutíma í dag en æfingin hefst klukkan 10, fyrri klukkutíminn verður á æfingavelli en seinni klukkutíminn á keppnisvellinum þar sem mótið mun hefjast á sunnudag. Þeir hafa mæst alls fimmtán sinnum og Spánverjinn Alcaraz hefur unnið tíu af þeim viðureignum en Ítalinn Sinner verður vel studdur á heimavelli á þessu móti. Á síðustu átta risamótum hafa þeir mæst í úrslitum og annar hvor þeirra hefur unnið öll tennismótin á ATP-tímabilinu. Mótið á Ítalíu, sem hefst á sunnudag og fer fram næstu tvær vikurnar, er síðasta mót tímabilsins og mun ákveða hvor þeirra verður í efsta sæti heimslistans fram á næsta ár. Sinner situr í toppsætinu sem stendur, með 11.500 stig, en Alcaraz er með 11.250 stig í öðru sætinu. Næsti maður fyrir neðan er Alexander Zverev með 5.560 stig, sem gefur ágætis mynd af yfirburðum hinna tveggja.
Tennis Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjá meira