Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun