Innlent

Meiri­hluti stjórn­mála­sam­taka í van­skilum með árs­reikning

Kjartan Kjartansson skrifar
Samfylkingin hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2024, einn flokka á Alþingi.
Samfylkingin hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2024, einn flokka á Alþingi. Vísir/Anton Brink

Aðeins tæpur fimmtungur stjórnmálasamtaka skilaði ársreikningi til Ríkisendurskoðunar á tilskildum tíma um mánaðamótin. Samfylkingin er eini flokkurinn á Alþingi sem er í vanskilum.

Stjórnmálasamtökum bar að skila ársreikningi til Ríkisendurskoðunar fyrir 31. október. Nú viku síðar hafa aðeins átján samtök skilað gögnunum inn en 81,2 prósent þeirra eru í vanskilum.

Af flokkunum sex sem eiga sæti á Alþingi er Samfylkingin sá eini sem hefur enn ekki skilað ársreikningi. Rakel Pálsdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir í samtali við Vísi að unnið sé hörðum höndum að því að taka til síðustu upplýsingarnar og að ársreikningi samstæðunnar verði skilað á allra næstu dögum.

Enginn hinna flokkanna fimm sem buðu fram í síðustu alþingiskosningum virðasta hafa skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. Sósíalistaflokkurinn, Píratar og Vinstri græn eru á vanskilalistanum en ekkert kemur fram um skil Ábyrgrar framtíðar eða Lýðræðisflokksins. 

Vanskil stjórnmálasamtaka voru 63,2 prósent fyrir árið 2023 og 61, 8 prósent árið 2022 samkvæmt tölum Ríkisendurskoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×