„Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Valur Páll Eiríksson skrifar 5. nóvember 2025 19:00 Arnar Gunnlaugsson hefur gaman að Arsenal-liðinu þó liðið sæti gagnrýni fyrir varnarsinnaðan leik. Magnað gengi Arsenal var til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Sýn Sport í gær. Arsenal vann 3-0 sigur á Slaviu Prag frá Tékklandi og virtist liðið hafa lítið fyrir því. Varnarleikur Skyttanna hefur verið þeirra aðalsmerki á leiktíðinni en liðið er með markatöluna 17-0 í síðustu átta leikjum. Klippa: Arnar og Baldur ræða Arsenal „Þeir þurfa bara að vinna leiki. Þeir eru með fáránlega fáar sendingar af toppliði að vera. En þeim er skítsama,“ segir Arnar. „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti. Mér finnst þeir góðir í öllum atriðum leiksins. Þeir geta haldið í bolta mjög vel, geta pressað mjög vel og föstu leikatriðin til fyrirmyndar. Það sem ég er hrifnastur af er að þeir spila svo sterkan varnarleik, þá meina ég allir,“ segir Arnar og bætir við: „Arsenal er fyrst og fremst með frábæra einstaklinga. Arteta hefur fengið þá til að trúa á liðsheildina og hvað varnarleikur skiptir miklu máli til að reyna að vinna þessa titla.“ Baldur Sigurðsson segir liðið einnig betur í stakk búið til að takast á við meiðsli en á síðustu leiktíð. Sjö leikmenn voru frá vegna meiðsla í gær en aðrir stigu upp. „Vesenið í fyrra var að það þyrfti að styrkja sóknarleikinn í janúar með að kaupa níu. Það var ekki bara að þeir styrktu sig með níu heldur keyptu þeir Eze líka og fleiri. Nú finnst manni liðið vera fullkomnað. Það er dramatískt orð, en á öllum vígstöðvum mega þeir við meiðslum,“ segir Baldur. Fleira kemur fram í umræðunni úr Meistaradeildarmörkunum sem má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin eru á sínum stað í kvöld. Messan hefst klukkan 19:30 þar sem Gummi Ben, Kjartan Henry og Albert Brynjar munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis í beinni. Leikirnir verða allir gerðir upp í lok kvölds í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira
Varnarleikur Skyttanna hefur verið þeirra aðalsmerki á leiktíðinni en liðið er með markatöluna 17-0 í síðustu átta leikjum. Klippa: Arnar og Baldur ræða Arsenal „Þeir þurfa bara að vinna leiki. Þeir eru með fáránlega fáar sendingar af toppliði að vera. En þeim er skítsama,“ segir Arnar. „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti. Mér finnst þeir góðir í öllum atriðum leiksins. Þeir geta haldið í bolta mjög vel, geta pressað mjög vel og föstu leikatriðin til fyrirmyndar. Það sem ég er hrifnastur af er að þeir spila svo sterkan varnarleik, þá meina ég allir,“ segir Arnar og bætir við: „Arsenal er fyrst og fremst með frábæra einstaklinga. Arteta hefur fengið þá til að trúa á liðsheildina og hvað varnarleikur skiptir miklu máli til að reyna að vinna þessa titla.“ Baldur Sigurðsson segir liðið einnig betur í stakk búið til að takast á við meiðsli en á síðustu leiktíð. Sjö leikmenn voru frá vegna meiðsla í gær en aðrir stigu upp. „Vesenið í fyrra var að það þyrfti að styrkja sóknarleikinn í janúar með að kaupa níu. Það var ekki bara að þeir styrktu sig með níu heldur keyptu þeir Eze líka og fleiri. Nú finnst manni liðið vera fullkomnað. Það er dramatískt orð, en á öllum vígstöðvum mega þeir við meiðslum,“ segir Baldur. Fleira kemur fram í umræðunni úr Meistaradeildarmörkunum sem má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin eru á sínum stað í kvöld. Messan hefst klukkan 19:30 þar sem Gummi Ben, Kjartan Henry og Albert Brynjar munu fylgja öllum leikjum kvöldsins eftir samtímis í beinni. Leikirnir verða allir gerðir upp í lok kvölds í Meistaradeildarmörkunum klukkan 22:00.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Sjá meira