Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2025 13:03 Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað 99 A-landsleiki en þurft að bíða eftir þeim hundraðasta. Getty/Marc Atkins Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur verið valinn að nýju í íslenska fótboltalandsliðið fyrir síðustu leikina í undanriðlinum fyrir HM 2026. Hörður Björgvin Magnússon snýr einnig aftur. Jóhann var ekki valinn í hópinn sem tapaði 5-3 fyrir Úkraínu og gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í síðasta mánuði. Jóhann, sem leikur með Al-Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, lék sinn 99. A-landsleik í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki spilað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hörður lék vináttulandsleik gegn Skotum í júní en hefur ekkert spilað með landsliðinu í haust. Hann hefur verið að koma sér af stað eftir langvinn meiðsli og gekk í raðir gríska liðsins Levadiakos í haust, og lék allan leikinn í 2-0 sigri gegn AEL um helgina. Sævar Atli Magnússon meiddist gegn Frökkum og missir af leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu.vísir/Anton Þórir Jóhann Helgason og Sævar Atli Magnússon detta út frá síðasta hópi en Sævar Atli meiddist í leiknum við Frakka. Hópinn í heild má sjá neðst í greininni. Arnar Gunnlaugsson kynnir hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag og svarar spurningum fjölmiðlamanna. Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú 13. nóvember og Úkraínu í Varsjá 16. nóvember, í leikjum sem ráða því hvort HM-draumurinn lifir áfram. Liðið er í harðri baráttu við Úkraínu um 2. sæti og þar með sæti í umspili í mars á næsta ári. Landsliðshópur Íslands Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 11 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Logi Tómasson - Samsunspor - 12 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 25 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE Fodbold - 28 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Levadiakos F.C. - 50 leikir, 2 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 63 leikir, 3 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 54 leikir, 5 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan - 1 leikur Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 39 leikir, 6 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 26 leikir, 3 mörk Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 33 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 50 leikir, 6 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 8 leikir, 2 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - Al Dhafra - 99 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF - 37 leikir, 2 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 37 leikir, 10 mörk Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 5 leikir, 1 mark Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 44 leikir, 13 mörk Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 3 leikir HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Jóhann var ekki valinn í hópinn sem tapaði 5-3 fyrir Úkraínu og gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í síðasta mánuði. Jóhann, sem leikur með Al-Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, lék sinn 99. A-landsleik í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki spilað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hörður lék vináttulandsleik gegn Skotum í júní en hefur ekkert spilað með landsliðinu í haust. Hann hefur verið að koma sér af stað eftir langvinn meiðsli og gekk í raðir gríska liðsins Levadiakos í haust, og lék allan leikinn í 2-0 sigri gegn AEL um helgina. Sævar Atli Magnússon meiddist gegn Frökkum og missir af leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu.vísir/Anton Þórir Jóhann Helgason og Sævar Atli Magnússon detta út frá síðasta hópi en Sævar Atli meiddist í leiknum við Frakka. Hópinn í heild má sjá neðst í greininni. Arnar Gunnlaugsson kynnir hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag og svarar spurningum fjölmiðlamanna. Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú 13. nóvember og Úkraínu í Varsjá 16. nóvember, í leikjum sem ráða því hvort HM-draumurinn lifir áfram. Liðið er í harðri baráttu við Úkraínu um 2. sæti og þar með sæti í umspili í mars á næsta ári. Landsliðshópur Íslands Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 11 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir Logi Tómasson - Samsunspor - 12 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 25 leikir, 2 mörk Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE Fodbold - 28 leikir Hörður Björgvin Magnússon - Levadiakos F.C. - 50 leikir, 2 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 63 leikir, 3 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 54 leikir, 5 mörk Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan - 1 leikur Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 39 leikir, 6 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 26 leikir, 3 mörk Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 33 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 50 leikir, 6 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 8 leikir, 2 mörk Jóhann Berg Guðmundsson - Al Dhafra - 99 leikir, 8 mörk Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF - 37 leikir, 2 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 37 leikir, 10 mörk Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 5 leikir, 1 mark Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 44 leikir, 13 mörk Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 3 leikir
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira