Fótbolti

Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur

Sindri Sverrisson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað 99 A-landsleiki en þurft að bíða eftir þeim hundraðasta.
Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað 99 A-landsleiki en þurft að bíða eftir þeim hundraðasta. Getty/Marc Atkins

Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur verið valinn að nýju í íslenska fótboltalandsliðið fyrir síðustu leikina í undanriðlinum fyrir HM 2026. Hörður Björgvin Magnússon snýr einnig aftur.

Jóhann var ekki valinn í hópinn sem tapaði 5-3 fyrir Úkraínu og gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í síðasta mánuði. Jóhann, sem leikur með Al-Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, lék sinn 99. A-landsleik í nóvember á síðasta ári en hefur enn ekki spilað undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar.

Hörður lék vináttulandsleik gegn Skotum í júní en hefur ekkert spilað með landsliðinu í haust. Hann hefur verið að koma sér af stað eftir langvinn meiðsli og gekk í raðir gríska liðsins Levadiakos í haust, og lék allan leikinn í 2-0 sigri gegn AEL um helgina.

Sævar Atli Magnússon meiddist gegn Frökkum og missir af leikjunum gegn Aserbaísjan og Úkraínu.vísir/Anton

Þórir Jóhann Helgason og Sævar Atli Magnússon detta út frá síðasta hópi en Sævar Atli meiddist í leiknum við Frakka.

Hópinn í heild má sjá neðst í greininni.

Arnar Gunnlaugsson kynnir hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag og svarar spurningum fjölmiðlamanna.

Ísland mætir Aserbaísjan í Bakú 13. nóvember og Úkraínu í Varsjá 16. nóvember, í leikjum sem ráða því hvort HM-draumurinn lifir áfram. Liðið er í harðri baráttu við Úkraínu um 2. sæti og þar með sæti í umspili í mars á næsta ári.

Landsliðshópur Íslands

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 11 leikir

Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 20 leikir

Anton Ari Einarsson - Breiðablik - 2 leikir

Logi Tómasson - Samsunspor - 12 leikir, 1 mark

Mikael Egill Ellertsson - Genoa CFC - 25 leikir, 2 mörk

Daníel Leó Grétarsson - SonderjyskE Fodbold - 28 leikir

Hörður Björgvin Magnússon - Levadiakos F.C. - 50 leikir, 2 mörk

Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 107 leikir, 5 mörk

Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 63 leikir, 3 mörk

Guðlaugur Victor Pálsson - AC Horsens - 54 leikir, 5 mörk

Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 7 leikir

Gísli Gottskálk Þórðarson - Lech Poznan - 1 leikur

Ísak Bergmann Jóhannesson - 1. FC Köln - 39 leikir, 6 mörk

Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 26 leikir, 3 mörk

Andri Fannar Baldursson - Kasimpasa S.K. - 10 leikir

Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 33 leikir, 1 mark

Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 50 leikir, 6 mörk

Kristian Nökkvi Hlynsson - FC Twente - 8 leikir, 2 mörk

Jóhann Berg Guðmundsson - Al Dhafra - 99 leikir, 8 mörk

Mikael Neville Anderson - Djurgardens IF - 37 leikir, 2 mörk

Andri Lucas Guðjohnsen - Blackburn Rovers F.C. - 37 leikir, 10 mörk

Brynjólfur Andersen Willumsson - FC Groningen - 5 leikir, 1 mark

Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 44 leikir, 13 mörk

Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF - 3 leikir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×