Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 09:00 Arnar Gunnlaugsson var ekki hrifinn af hugarfari leikmanna Real Madrid og þá sérstaklega hjá Vinicius Junior. Getty/ Michael Regan/Sýn Sport Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson ræddi slaka frammistöðu Real Madrid á Anfield í gær þar sem liðið var mjög ósannfærandi og tapaði 1-0 í leik stórliðanna tveggja í Meistaradeildinni í fótbolta. „Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
„Arnar, það er ekki hægt að segja að England sé vinur Real Madrid. Þeir eru búnir að vinna tvo á síðustu níu leikjum gegn enskum liðum og það voru margir af þessum stjörnum Real Madrid sem sáu bara ekki til sólar í kvöld,“ sagði Ríkharð Guðnason í upphafi umræðunnar um spænska stórliðið í Meistaradeildarmörkunum. Varð fyrir hrikalegum vonbrigðum „Ég varð fyrir hrikalegum vonbrigðum með Vinicius Junior. Það er bara eins og hann hafi engan áhuga á að spila varnarleik og hann var ragur sóknarlega. [Conor] Bradley átti frábæran leik gegn honum í hægri bakverðinum. Þetta er ekki sá Vinicius Junior sem við þekkjum og höfum dáð í gegnum tíðina. Það er eitthvað meiriháttar í gangi þarna að gerast á bak við tjöldin,“ sagði Arnar. Rikki G benti á það að Vinicius Junior hafi verið í vandræðum lengi. „Eftir að hann fór í þetta væl sitt að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu þegar hann fékk ekki gullknöttinn á sínum tíma þá hefur ekkert gerst síðan þá. Í staðinn fyrir að gefa í eins og alvöru leikmenn gera, hætta þessu væli og reyna bara að vinna aftur á næsta ári,“ sagði Arnar. Klippa: Arnar Gunnlaugson ekki hrifinn af því sem er i gangi hjá Real Madrid Arnar bar líka saman leikmenn Real Madrid í dag og þá sem voru að skila liðinu meistaratitlum á síðustu árum. Unnið á einstaklingsgæðum „Hvaða leikmenn eru komnir í staðinn? Allt frábærir leikmenn, ekki misskilja mig. Real hefur alltaf unnið sína titla frekar á einstaklingsgæðum. Ég ætla ekki að segja að það hafi ekki haft neinn strúktúr en það hefur aldrei verið strúktúr, en meira bara svona, heyrðu, þið farið út og reddið þessu. En núna er kominn þjálfari sem vill bara strúktúr, strúktúr, strúktúr, strúktúr,“ sagði Arnar. „Það er eins og sumir leikmenn bara fíli það ekki, fara bara í fýlu eða í verkfall í staðinn fyrir að hjálpa við að færa liðið inn í nútímalegri fótboltavídd,“ sagði Arnar. Það má horfa á Arnar lesa yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira