Fótbolti

Arsenal jafnaði rúm­lega aldar­gamalt félags­met

Siggeir Ævarsson skrifar
Hinn brasilíski Gabriel á stóran þátt í því hve pottþétt vörn Arsenal hefur verið.
Hinn brasilíski Gabriel á stóran þátt í því hve pottþétt vörn Arsenal hefur verið. Getty/Alex Pantling

Varnarmenn Arsenal héldu hreinu áttunda leikinn í röð í kvöld þegar liðið lagði Slavia Prag 0-3 í Meistaradeildinni en þetta er í fyrsta í 122 ár sem liðið heldur hreinu í svo mörgum leikjum í röð.

Fyrri átta leikja hrinan teygði sig yfir tvö tímabil árið 1903. Arsenal hefur nú unnið tíu leiki í röð í öllum keppnum og aðeins fengið á sig eitt mark. Það mátti reyndar litlu muna í kvöld þar sem Slavia átti að fá víti en það reyndist rangur dómur þegar meint brot var skoðað í endursýningu.

Varnarleikur Arsenal hefur vakið verðskuldaða athygli þetta tímabilið en fyrir utan að fá ekki á sig mörk fær liðið varla á sig skot heldur og andstæðingar þess í deildinni náðu aðeins einu skoti á rammann í október.

Nú er bara spurning hvort Arsenal nær að toppa hið 122 ára gamla met í næsta leik en liðið mætir spútnikliði Sunderland í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×