Matur

Létt og ljúffengt eplasalat

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana deilir hér uppskrift að ljúffengu eplasalati sem er frábær morgunmatur eða millimál.
Jana deilir hér uppskrift að ljúffengu eplasalati sem er frábær morgunmatur eða millimál.

Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu.

Létt og ljúffengt eplasalat

  • Eitt epli
  • 150 gr grísk jógúrt
  • 1–2 msk döðlusýróp, eða akasíuhunang
  • 2 msk þurrkuð trönuber
  • 2 msk saxaðar valhnetur
  • ½ tsk kanil- valfrjálst

Aðferð:

  1. Skerðu eplið í þunnar sneiðar með mandolíni eða saxaðu í litla bita.
  2. Blandaðu saman grískri jógúrt, sætu og kanil í skál.
  3. Settu eplið, trönuber og valhnetur út í jógúrtblönduna og blandaðu varlega
  4. Bættu við trönuberjum og valhnetum og blandaðu varlega.
  5. Skreyttu með nokkrum valhnetum, trönuberjum og dropa af döðlusýrópi áður en borið er fram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.