Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 4. nóvember 2025 11:28 Dick Cheney árið 2015. EPA Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið ásamt Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. Rumsfeld lést árið 2021. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Síðar kom í ljós að lykilásakanir sem Colin Powell, utanríkisráðherra, gerði grein fyrir í frægu ávarpi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir innrásina um að Hussein feldi efnavopnaframleiðslu sína í færanlegum einingum voru upprunnar hjá íröskum flóttamanni í Þýskalandi sem laug því að þarlendu leyniþjónustunni að hann hefði starfað við efnavopnaáætlunina. Bandaríska leyniþjónustan hafði aldrei rætt beint við heimildarmanninn þrátt fyrir að veigamestu rök Bandaríkjastjórnar fyrir innrásinni hvíldu á fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Afneitun Donalds Trump og Repúblikanaflokksins á kosningaúrslitunum árið 2020 varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni. Bandaríkin Andlát George W. Bush Írak Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið ásamt Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. Rumsfeld lést árið 2021. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Síðar kom í ljós að lykilásakanir sem Colin Powell, utanríkisráðherra, gerði grein fyrir í frægu ávarpi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir innrásina um að Hussein feldi efnavopnaframleiðslu sína í færanlegum einingum voru upprunnar hjá íröskum flóttamanni í Þýskalandi sem laug því að þarlendu leyniþjónustunni að hann hefði starfað við efnavopnaáætlunina. Bandaríska leyniþjónustan hafði aldrei rætt beint við heimildarmanninn þrátt fyrir að veigamestu rök Bandaríkjastjórnar fyrir innrásinni hvíldu á fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Afneitun Donalds Trump og Repúblikanaflokksins á kosningaúrslitunum árið 2020 varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Írak Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40
Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent