Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2025 14:30 Andrej Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Hann var forsætisráðherra á árunum 2017 til 2021. EPA Tékkneski milljarðamæringurinn Andrej Babis og ANO-flokkur hans hafa myndað nýja ríkisstjórn með tveimur fjarhægriflokkum sem hafa barist gegn frekari Evrópusamvinnu. Þingkosningar fóru fram í Tékklandi fyrir mánuði þar sem Babis og flokkur hans náðu flestum mönnum á þing. Í kosningabaráttunni talaði Babis gegn stefnu Evrópusambandsins í bæði loftslags- og innflytjendamálum. Allt stefnir því í að hinn 71 árs gamli Babis verði forsætisráðherra landsins á ný en hann gegndi embættinu á árunum 2017 til 2021. Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Í frétt Reuters segir að ný ríkisstjórn mun samanstanda af ANO-flokki Babis, Flokki ökumanna, sem hafa lýst yfir efasemdum í umræðum um loftslagsbreytingar, og SPD-flokknum sem hefur talað gegn bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Saman eru flokkarnir með 108 þingmenn af tvö hundruð þingmönnum í neðri deild tékkneska þingsins. Babis hefur áður sagt að hann vilji að ný ríkisstjórn verði búin að taka við fyrir miðjan desember þannig að hún geti samþykkt fjárlagafrumvarp næsta árs og að hann geti sótt leiðtogafund ESB í lok árs. Væntanleg ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum af mið-hægri stjórn Petr Fiala, fráfarandi forsætisráðherra, sem hefur lagt áherslu á að reyna að ná tökum á opinberum útgjöldum en hefur jafnframt stutt dyggilega við bakið á Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa. Babis hefur heitið því að stöðva áætlun um að útvega Úkraínumönnum skotfæri sem tékknesk stjórnvöld hafa farið fyrir og sagt frekar vilja nýta fjármagnið heima fyrir. Líklegt þykir að nýr leiðtogi Tékklands, það er Babis, muni nú bætast í hóp leiðtoga á borð við Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu sem muni grafa undan stuðningi við Úkraínu, en fyrrnefnd ríki hafa til að mynda haldið áfram kaupum á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópuríkja. Tékkland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Þingkosningar fóru fram í Tékklandi fyrir mánuði þar sem Babis og flokkur hans náðu flestum mönnum á þing. Í kosningabaráttunni talaði Babis gegn stefnu Evrópusambandsins í bæði loftslags- og innflytjendamálum. Allt stefnir því í að hinn 71 árs gamli Babis verði forsætisráðherra landsins á ný en hann gegndi embættinu á árunum 2017 til 2021. Babis bauð sig fram til forseta árið 2023 en laut þá í lægra haldi fyrir herforingjanum Petr Pavel. Í frétt Reuters segir að ný ríkisstjórn mun samanstanda af ANO-flokki Babis, Flokki ökumanna, sem hafa lýst yfir efasemdum í umræðum um loftslagsbreytingar, og SPD-flokknum sem hefur talað gegn bæði Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu. Saman eru flokkarnir með 108 þingmenn af tvö hundruð þingmönnum í neðri deild tékkneska þingsins. Babis hefur áður sagt að hann vilji að ný ríkisstjórn verði búin að taka við fyrir miðjan desember þannig að hún geti samþykkt fjárlagafrumvarp næsta árs og að hann geti sótt leiðtogafund ESB í lok árs. Væntanleg ríkisstjórn mun taka við stjórnartaumunum af mið-hægri stjórn Petr Fiala, fráfarandi forsætisráðherra, sem hefur lagt áherslu á að reyna að ná tökum á opinberum útgjöldum en hefur jafnframt stutt dyggilega við bakið á Úkraínumönnum í stríðinu við Rússa. Babis hefur heitið því að stöðva áætlun um að útvega Úkraínumönnum skotfæri sem tékknesk stjórnvöld hafa farið fyrir og sagt frekar vilja nýta fjármagnið heima fyrir. Líklegt þykir að nýr leiðtogi Tékklands, það er Babis, muni nú bætast í hóp leiðtoga á borð við Viktor Orban í Ungverjalandi og Robert Fico í Slóvakíu sem muni grafa undan stuðningi við Úkraínu, en fyrrnefnd ríki hafa til að mynda haldið áfram kaupum á olíu frá Rússlandi þrátt fyrir andstöðu annarra Evrópuríkja.
Tékkland Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Tengdar fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Hægri-stjórnmálahreyfingarin ANO, undir forystu auðmannsins Andrejs Babis, fór með sigur í þingkosningunum í Tékklandi sem lauk síðdegis. ANO-hreyfing Babis hafði leitt í skoðanakönnunum og allt útlit er fyrir að hann felli hægri-miðju ríkisstjórn forsætisráðherrans Petr Fiala nokkuð örugglega. 4. október 2025 19:17