Fótbolti

Arna og Sæ­dís nánast öruggar með silfrið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arna Eiríksdóttir kom aftur til Noregs úr kuldanum á Íslandi og fór beint inn í byrjunarliðið hjá Valerenga.
Arna Eiríksdóttir kom aftur til Noregs úr kuldanum á Íslandi og fór beint inn í byrjunarliðið hjá Valerenga. Vísir/Anton Brink

Íslendingaliðið Vålerenga steig í dag stórt skref í átt að því að tryggja sér silfur í norsku kvennadeildinni og sæti í Evrópukeppninni á næstu leiktíð

Vålerenga vann 2-0 sigur á Lilleström í dag þar sem bæði mörkin komu á síðustu sex mínútunum.

Arna Eiríksdóttir spilaði allan leikinn í vörn Vålerenga en Sædís Rún Heiðarsdóttir sat allan tímann á bekknum.

Olaug Tvedten skoraði fyrra markið en það seinna var sjálfsmark. Hin 25 ára gamla Tvedten er markahæst í deildinni með 18 mörk, einu marki á undan Karinu Sævik sem lagði einmitt upp markið hennar í dag..

Brann tryggði sér Noregsmeistaratitilinn í gær en Vålerenga hafði unnið hann bæði 2023 og 2024.

Með sigrinum á LSK er Vålerenga sex stigum á undan Rosenborg þegar tveir leikir eru eftir. Vålerenga er líka með fjórtán mörkum betri markatölu og þarf því að tapa miklu ef Rosenborg á að ná þeim í þriðja sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×