Veður

Hvassast á Vest­fjörðum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hvass vindstrengur liggur yfir Vestjförðum í dag og má þar búast við slyddu.
Hvass vindstrengur liggur yfir Vestjförðum í dag og má þar búast við slyddu. Vísir/vilhelm

Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir aðbúast megi við dálítilli rigningu með köflum norðan- og austanlands, og slyddu eða snjókomu á fjallvegum. Skýjað að mestu og stödu skúrir á Suður- og Vesturlandi.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 10-18 m/s norðvestantil, annars mun hægari vindur. Rigning eða súld með köflum, og slydda á Vestfjörðum, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 1 til 8 stig að deginum.

Norðaustan 8-15 á morgun, en hægari um landið norðaustanvert. Skúrir eða slydduél norðanlands, annars úrkomulítið, en fer að rigna sunnantil síðdegis. Hiti breytist lítið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:

Norðaustan og norðan 5-13 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél, en yfirleitt þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig.

Á miðvikudag:

Norðaustan og austan 5-13 og lítilsháttar él, en þurrt að mestu um landið sunnan- og vestanvert. Heldur kólnandi.

Á fimmtudag:

Austan 10-15 við suðurströndina, annars hægari vindur. Skýjað og úrkomulítið, en bjartviðri á Vesturlandi. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag og laugardag:

Norðaustlæg átt og dálítil él á Austurlandi, en lengst af bjart um landið vestanvert. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×