Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 08:01 Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) og evrópska efnahagssvæðisins (EES) eiga sæti í the European Strategic Energy Technology (SET) Plan. Tilgangur SET Plan er að samrýma rannsóknir og þróun (R&Þ) á endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku í Evrópulöndum, sem og styrki og fjármögnun fyrir slík verkefni. Þannig styður SET Plan við loftslagsmarkmið Evrópu og bætir samkeppnishæfni heimsálfunnar í þróun og framleiðslu á tækni sem tengist hreinni orku. Einnig skapar SET Plan vettvang fyrir samstarf milli opinberra stofnanna, einkageirans, og rannsóknarstofnanna, og auðveldar nýtingu R&Þ styrkja fyrir hreinar orkulausnir. Evrópa hefur dregist aftur þegar kemur að R&Þ á tækni og nýsköpun, meðan Kína og Bandaríkin leiða á því sviði. Það er varhugaverð þróun og hefur áhrif á orkuöryggi í Evrópu. Heimsfaraldur og stríðsrekstur síðustu ára undirstrika mikilvægi þess að þjóðir hafi aðgang að staðbundinni og sjálfbærri orku, en eins og staðan er í dag reiða mörg ríki Evrópu sig á innflutta orku eða innflutta íhluti til að framleiða orku. Ísland hefur ekki átt fulltrúa í SET Plan um nokkurt skeið, og þar með ekki nýtt tækifærið til að hafa áhrif á stefnu og fjárveitingar í R&Þ á orkutengdri tækni. Ísland hefur notið góðs af evrópskum styrkjum, t.d. Horizon og LIFE styrkjum ESB, þar sem stórum fjárhæðum hefur verið varið í alþjóðleg samstarfsverkefni sem Ísland hefur tekið þátt í. GEORG rannsóknarklasi í jarðhita hefur tekið þátt í mörgum slíkum verkefnum, þar á meðal „GEOTHERM FORA“ verkefninu sem hlaut veglegan styrk frá ESB, en verkefnið veitir GEORG fjármagn til að reka skrifstofu (e. secretariat) fyrir SET Plan vinnuhóp um jarðhita (e. Geothermal Implementation Working Group), sem er öflugur vettvangur evrópskra ríkja, rannsókna stofnanna, og einkageirans á sviði jarðhita. Ég hvet hér með umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að tilnefna fulltrúa Íslands í SET Plan Steering Committee til að auka vægi Íslands í evrópskri samvinnu á sviði orkumála. Höfundur er verkefnastjóri hjá GEORG rannsóknarklasa í jarðhita og varaþingmaður Viðreisnar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun