Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar 2. nóvember 2025 07:02 Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar