Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Valur Páll Eiríksson skrifar 1. nóvember 2025 10:30 Árnýju Eik er margt til lista lagt og hefur nú slegið íslenskt aldursmet í járnkarli. Áður átti golfið hug hennar allan en nú fer afreksstarfið í ofursportinu vel saman við tölvuleikjaframleiðslu. Vísir/Lýður Hin 24 ára gamla Árný Eik Dagsdóttir varð á dögunum yngsta íslenska konan til að klára járnkarl, 226 kílómetra langa keppni í sundi, hjóli og á hlaupum. Hún sneri bakinu við golfi til að einblína á ofursportið sem hún sinnir samhliða vinnu við tölvuleiki hjá CCP. Árný Eik var efnilegur kylfingur á sínum yngri árum og fór til Bandaríkjanna í nám á skólastyrk. Eftir að hún kom heim var hún óviss um framhaldið hvað golfferilinn varðaði en óvænt gjöf varð til þess að hún reyndi fyrir sér í þríþraut. „Ég bað mömmu um að gefa mér upplifun og hún gaf mér þríþrautarnámskeið. Ég sagði: Já, okei - þú vilt greinilega að ég fari í þetta? Svo byrja ég í Ægi og sneri aldrei til baka,“ „Þetta eru mjög ólíkar tvær íþróttir. Allt öðruvísi, en mjög skemmtilegt bæði,“ segir Árný sem hefur ekki snúið bakinu alfarið við golfinu en tók þó ekki þátt í neinum mótum í sumar til að einblína á járnkarlinn. Tölvuleikir og hlaup fari gott kombó En samhliða þríþrautinni starfar hún fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP. CCP er þekktast fyrir framleiðslu á fjölspilunarleikjunum EVE Vanguard og EVE Online.CCP „Við erum að búa til tölvuleiki og svona. Ég er svolítill nörd í mér. Það helst svolítið í hendur við þríþrautina, þá ferðu að pæla í tölunum á hjólinu, hversu hratt ætlaru að hlaupa, hversu margar kalóríur þarftu eða hversu mörg grömm af kolvetnum þarftu,“ segir Árný sem segir nördismann og afreksstarfið eiga vel saman. „Þetta fer vel saman. Við erum með hlaupahóp í vinnunni, við hlaupum mikið saman og þetta er bara geggjað kombó.“ Skólasundið ekki í uppáhaldi Um miðjan þennan mánuð reyndi Árný í fyrsta sinn við heilan járnkarl eftir að hafa farið hálfan í fyrra. Sú keppni er ekkert spaug. Fyrst eru syntir tæpir 4 kílómetrar sem jafngildir því að synda frá Granda í Viðey, og sundið reynst henni mest krefjandi. „Þú náttúrulega lærir bara að synda í skólasundi ef þú ert ekki að æfa sund sem barn,“ segir Árný sem þurfti í raun að læra að synda upp á nýtt þegar hún hóf nýjan íþróttaferil. Skólasundið var ekki í uppáhaldi. „Nei, það var ekki mín uppáhaldsgrein,“ segir Árný og hlær. Járnkarl er um 226 kílómetra löng keppni. Sundkaflinn er 3,9 km, sem jafngildir sundi frá Granda í Viðey. Hjólreiðarnar eru 180,2 km, líkt og að fara frá Rauðavatni til Víkur í Mýrdal. Svo er hlaupið maraþon, sem er álíka langt og að fara þjóðveginn frá Árbæ á Akranes.Vísir/Hjalti Sterkasta greinin en tók mest á Í kjölfarið eru hjólaðir 180 kílómetrar, svipað og frá Rauðavatni til Víkur, og því næst eru hlaupaskórnir dregnir fram og farið heilt maraþon, um það bil frá Árbæ á Akranes. Þetta klárarði Árný yngst íslenskra kvenna, 24 ára gömul. En hlaupin tóku þó á. Árný Eik átti erfitt með lokasprettinn og hugsaði að þetta væri fyrsta og síðasta skipti hennar í járnkarli. Henni snerist snarlega hugur eftir að keppninni var lokið.Vísir/Lýður „Svo kom hlaupið og þá var ég eiginlega alveg búin. Það er mín grein, ég er sterkust í henni, en var það ekki í þessari keppni. En ég bara hélt áfram, fór á milli drykkjarstöðva og fékk mér kók, appelsínur og banana og hélt áfram,“ segr Árný sem var rúma 13 tíma að klára kílómetrana 226. „Þetta var bara geggjað að koma í mark en ég hugsaði í brautinni að ég myndi aldrei gera þetta aftur. En hér og nú ætla ég að gera þetta aftur og bæta tímann minn,“ segir Árný sem snerist því snarlega hugur eftir að keppninni var lokið. „Já, eftir fimm sekúndur var ég búin að ákveða að skrá mig í næsta,“ segir Árný. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Þríþraut Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira
Árný Eik var efnilegur kylfingur á sínum yngri árum og fór til Bandaríkjanna í nám á skólastyrk. Eftir að hún kom heim var hún óviss um framhaldið hvað golfferilinn varðaði en óvænt gjöf varð til þess að hún reyndi fyrir sér í þríþraut. „Ég bað mömmu um að gefa mér upplifun og hún gaf mér þríþrautarnámskeið. Ég sagði: Já, okei - þú vilt greinilega að ég fari í þetta? Svo byrja ég í Ægi og sneri aldrei til baka,“ „Þetta eru mjög ólíkar tvær íþróttir. Allt öðruvísi, en mjög skemmtilegt bæði,“ segir Árný sem hefur ekki snúið bakinu alfarið við golfinu en tók þó ekki þátt í neinum mótum í sumar til að einblína á járnkarlinn. Tölvuleikir og hlaup fari gott kombó En samhliða þríþrautinni starfar hún fyrir tölvuleikjaframleiðandann CCP. CCP er þekktast fyrir framleiðslu á fjölspilunarleikjunum EVE Vanguard og EVE Online.CCP „Við erum að búa til tölvuleiki og svona. Ég er svolítill nörd í mér. Það helst svolítið í hendur við þríþrautina, þá ferðu að pæla í tölunum á hjólinu, hversu hratt ætlaru að hlaupa, hversu margar kalóríur þarftu eða hversu mörg grömm af kolvetnum þarftu,“ segir Árný sem segir nördismann og afreksstarfið eiga vel saman. „Þetta fer vel saman. Við erum með hlaupahóp í vinnunni, við hlaupum mikið saman og þetta er bara geggjað kombó.“ Skólasundið ekki í uppáhaldi Um miðjan þennan mánuð reyndi Árný í fyrsta sinn við heilan járnkarl eftir að hafa farið hálfan í fyrra. Sú keppni er ekkert spaug. Fyrst eru syntir tæpir 4 kílómetrar sem jafngildir því að synda frá Granda í Viðey, og sundið reynst henni mest krefjandi. „Þú náttúrulega lærir bara að synda í skólasundi ef þú ert ekki að æfa sund sem barn,“ segir Árný sem þurfti í raun að læra að synda upp á nýtt þegar hún hóf nýjan íþróttaferil. Skólasundið var ekki í uppáhaldi. „Nei, það var ekki mín uppáhaldsgrein,“ segir Árný og hlær. Járnkarl er um 226 kílómetra löng keppni. Sundkaflinn er 3,9 km, sem jafngildir sundi frá Granda í Viðey. Hjólreiðarnar eru 180,2 km, líkt og að fara frá Rauðavatni til Víkur í Mýrdal. Svo er hlaupið maraþon, sem er álíka langt og að fara þjóðveginn frá Árbæ á Akranes.Vísir/Hjalti Sterkasta greinin en tók mest á Í kjölfarið eru hjólaðir 180 kílómetrar, svipað og frá Rauðavatni til Víkur, og því næst eru hlaupaskórnir dregnir fram og farið heilt maraþon, um það bil frá Árbæ á Akranes. Þetta klárarði Árný yngst íslenskra kvenna, 24 ára gömul. En hlaupin tóku þó á. Árný Eik átti erfitt með lokasprettinn og hugsaði að þetta væri fyrsta og síðasta skipti hennar í járnkarli. Henni snerist snarlega hugur eftir að keppninni var lokið.Vísir/Lýður „Svo kom hlaupið og þá var ég eiginlega alveg búin. Það er mín grein, ég er sterkust í henni, en var það ekki í þessari keppni. En ég bara hélt áfram, fór á milli drykkjarstöðva og fékk mér kók, appelsínur og banana og hélt áfram,“ segr Árný sem var rúma 13 tíma að klára kílómetrana 226. „Þetta var bara geggjað að koma í mark en ég hugsaði í brautinni að ég myndi aldrei gera þetta aftur. En hér og nú ætla ég að gera þetta aftur og bæta tímann minn,“ segir Árný sem snerist því snarlega hugur eftir að keppninni var lokið. „Já, eftir fimm sekúndur var ég búin að ákveða að skrá mig í næsta,“ segir Árný. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Þríþraut Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Sjá meira