Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2025 13:40 Þorbjörg Sigríður dómsmálaráðherra segist líta málið mjög alvarlegum augum. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki. Endurskoða þarf bókhald og jafnvel stjórnskipulag Ríkislögreglustjóra, þetta kemur fram í úttekt sem gerð var að beiðni dómsmálaráðuneytisins. Þar er lítið gefið fyrir þær skýringar ríkislögreglustjóra að ástæður hallareksturs embættisins megi rekja til óvæntra verkefna en þau hafi verið fjármögnuð að fullu. Dómsmálaráðuneytið hefur haft fjármál embættis ríkislögreglustjóra til athugunar á árinu en vinna við sérstaka úttekt hófst eftir að rekstrarniðurstöður embættisins fyrir árið 2024 bárust. Embættið var rekið með 852 milljóna króna halla á síðasta ári sem var átján prósent umfram fjárveitingar til embættisins. Þá stefnir í mikinn halla á þessu ári. Dómsmálaráðuneytið hefur birt minnisblað um fjármál embættis ríkislögreglustjóra á árunum 2020 til 2024 en Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri árið 2020. Í yfirlýsingu sem fjölmiðlum var send í gærkvöldi frá embætti ríkislögreglustjóra segir að við gerð áætlana undir lok árs 2024 hafi verið ljóst að fjárhagsstaða embættis ríkislögreglustjóra væri mjög alvarleg vegna viðvarandi almannavarnarástands á Suðurnesjum, öryggisgæslu vegna opinberra viðburða og heimsókna á vegum stjórnvalda, fjölgunar útkalla vegna alvarlegra ofbeldisbrota og aukningar verkefna tengdum umsækjendum um alþjóðlega vernd. Gripið hafi verið til ráðstafana sem fela í sér niðurskurð og hagræðingu. Vill svör fyrir 5. nóvember Í úttektinni er lítið gefið fyrir skýringar ríkislögreglustjóra á að ástæður hallareksturs embættisins séu stór verkefni, enda hafi þau verið fjármögnuð að fullu. Í minnisblaðinu frá dómsmálaráðuneytinu sem birt var í dag segir að stefna stofnunarinnar um að lækka kostnað þegar tækifæri gefast og segja ekki upp fólki heldur láta hjá líða að ráða í störf sem losna virðist ekki skila nægjanlegum árangri. Endurskoða þurfi bókhald og jafnvel stjórnskipulag Ríkislögreglustjóra og einfalda áætlanagerð embættisins og gera hana að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þá hefur dómsmálaráðherra sent embætti ríkislögreglustjóra bréf í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um kostnað embættisins vegna viðskipta við félagið Intra ráðgjöf. En ráðherra óskar eftir gögnum og skýringum vegna viðskipta embættisins við ráðgjafafyrirtækið sem og upplýsingum um umfang kaupa á ráðgjöf og þjónustu sérfræðinga og ráðgjafa ásamt greiðslum til verktaka. Þá er jafnframt kallað eftir upplýsingum um það hvort embættið hafi innt af hendi greiðslur sem eru umfram viðmiðunarmörk vegna útboða og þá hvort útboðs hafi verið leitað. Ráðherra hefur óskað eftir því að umbeðin gögn og upplýsingar berist ráðuneytinu eins fljótt og auðið er og ekki síðar en 5. nóvember. Halli vakti fljótt athygli Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segist vilja efla löggæslu í landinu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hún hafi metnað til þess nú þegar líður að lokum fyrsta árs hennar í embætti en hún tók við ráðuneytinu í upphafi árs. „Það vakti athygli fljótlega að fjármálin hjá ríkislögreglustjóraembættinu, þar var halli, svo okkur fannst eftir fund með ríkislögreglustjóra nauðsynlegt að rýna hvernig í fjármálunum lægi og fengum endurskoðanda til að fara yfir reksturinn með ríkislögreglustjóra.“ Efla þurfi löggæslu, að hún sé sterk fyrir fólkið í landinu en svo komi í ljós þessi hallarekstur. Meðal annars vegna eldgosa og annarra tímabundinna verkefna. „Niðurstaðan um þetta er sú að það skýri ekki málið að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður. Býsna háar tölur Ekki er snert á störfum Þórunnar Óðinsdóttur hjá Intra í úttektinni. „Skýrslan varðaði rekstur embættisins í heild sinni og hvað gæti útskýrt þennan mikla halla sem við blasir. En ég fundaði með ríkislögreglustjóra í vikunni til að kalla eftir skýringum, kalla eftir svörum hvernig þessu hefði verið háttað með þetta tiltekna ráðgjafafyrirtæki. Ég kallaði líka eftir skýringum eða upplýsingum um hvort væru fleiri svona samningar, annar kostnaður við ráðgjafaþjónustu. Ríkislögreglustjóri er kominn með bréf frá ráðuneytinu þar sem við erum að kalla eftir þessum gögnum. Ég bíð svara við þessum spurningum.“ Í samtalinu við Sigríði Björk hafi ráðherra viljað vita hvort fleiri slík mál væru til. Beðið sé gagna varðandi þau svör. Hún hafi verið skýr um það að henni finnist ekki nógu góð áferð á þessu máli. Komið hefur fram að Þórunn hjá Intra rukkaði á fjórða tug þúsunda á tímann fyrir vinnu sína. Enginn afsláttur virðist hafa verið gefinn á verðinu þrátt fyrir afar mikla vinnu yfir fimm ára tímabil. „Mér finnst þetta býsna háar tölur og kallaði þess vegna eftir þessum fundi. Ég vil fá fram öll gögn í málinu og hvort sé einhver annar slíkur kostnaður sem heyri undir embættið. Lögreglan í landinu verður auðvitað að njóta trausts. Það á auðvitað líka við hvað varðar rekstur og fjármál þeirra. Mér finnst mikilvægt að ég fái nokkra daga til að taka utan um þetta, hvernig í þessu máli liggur.“ Ástæða fyrir reglum um útboð Þorbjörg Sigríður er meðvituð um umræðuna í þjóðfélaginu. „Ég sé auðvitað og heyri og skynja hvaða viðbrögð þetta framkallar í samfélaginu. Ég átta mig á því að fólk er undrandi á þessu og verð að viðurkenna að ég er það sjálf. Þetta eru býsna háar upphæðir, allt í verktakagreiðslum og er um langan tíma. Þess vegna kallaði ég eftir fundi og hef núna kallað eftir frekari upplýsingum um það hvort þetta hafi verið eina tilvikið,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Það er líka af ástæðu að það gilda reglur um útboð og reglur um verktöku,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í ljós greiðslu til Intra upp á 130 milljónir króna yfir fimm ára tímabil hefur verið bent á að verkefni af þeirri stærðargráðu séu útboðsskild. Þórunn var ráðin í þriggja mánaða tímabundið starf eftir að RÚV fór að spyrjast fyrir um málið. Þorbjörg Sigríður segir allt til skoðunar og ástæðu fyrir því að hún kalli eftir fundi. Svarar ekki hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts „Við höfum enga aðkomu að þessu máli. Þetta er starfsmannamál af hálfu ríkislögreglustjóra og ég er að afla mér upplýsinga um það hvernig ríkislögreglustjóri hefur unnið þetta mál og verður að svara fyrir það hvernig í þessu máli liggur.“ Þorbjörg segist hafa átt í góðu samstarfi við alla forstöðumenn hennar undirstofnunar. Hún svarar því ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts. „Nú er verkefnið þetta, að ná utan um hvernþessumsum greiðslum er háttað. Ég ætla að fá að skoða það núna í kjölfar þess að ég fæ gögnin í mínar hendur,“ segir Sigríður Björk. „Ég hef átt í góðu samstarfi við forstöðumenn allra minna stofnana, er að skoða þetta mál og er auðvitað bundin af því að það gilda ákvarðnar reglur og umgjörð hvernig svona mál eru unnin. Ég ætla að halda mig innan marka laga og reglna hvað það varðar.“ Hún bíði svara frá embættinu. Tekur málinu mjög alvarlega „Ég held að það sjái það allir að það fer ekki vel á því að vera að tjá sig um það hvort eða hvað verður skoðað fyrr en sú ákvörðun hefur verið tekin. Ég mun bera ábyrgð á þeirri ákvörðun þegar hún verður tekin. Þangað til ætla ég að fá að skoða þetta mál betur.“ Hún ætli að vinna málið faglega og í samræmi við lög og reglur. „Ég staldraði við eins og mjög margir hversu hár kostnaðurinn væri og til hversu langs tíma og hvort þarna hefði vel verið farið með fjármál ríkisins,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég átta mig á því að þetta vekur fram býsna sterk viðbrögð í samfélaginu öllu og ég tek þessu máli mjög alvarlega.“ Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Endurskoða þarf bókhald og jafnvel stjórnskipulag Ríkislögreglustjóra, þetta kemur fram í úttekt sem gerð var að beiðni dómsmálaráðuneytisins. Þar er lítið gefið fyrir þær skýringar ríkislögreglustjóra að ástæður hallareksturs embættisins megi rekja til óvæntra verkefna en þau hafi verið fjármögnuð að fullu. Dómsmálaráðuneytið hefur haft fjármál embættis ríkislögreglustjóra til athugunar á árinu en vinna við sérstaka úttekt hófst eftir að rekstrarniðurstöður embættisins fyrir árið 2024 bárust. Embættið var rekið með 852 milljóna króna halla á síðasta ári sem var átján prósent umfram fjárveitingar til embættisins. Þá stefnir í mikinn halla á þessu ári. Dómsmálaráðuneytið hefur birt minnisblað um fjármál embættis ríkislögreglustjóra á árunum 2020 til 2024 en Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri árið 2020. Í yfirlýsingu sem fjölmiðlum var send í gærkvöldi frá embætti ríkislögreglustjóra segir að við gerð áætlana undir lok árs 2024 hafi verið ljóst að fjárhagsstaða embættis ríkislögreglustjóra væri mjög alvarleg vegna viðvarandi almannavarnarástands á Suðurnesjum, öryggisgæslu vegna opinberra viðburða og heimsókna á vegum stjórnvalda, fjölgunar útkalla vegna alvarlegra ofbeldisbrota og aukningar verkefna tengdum umsækjendum um alþjóðlega vernd. Gripið hafi verið til ráðstafana sem fela í sér niðurskurð og hagræðingu. Vill svör fyrir 5. nóvember Í úttektinni er lítið gefið fyrir skýringar ríkislögreglustjóra á að ástæður hallareksturs embættisins séu stór verkefni, enda hafi þau verið fjármögnuð að fullu. Í minnisblaðinu frá dómsmálaráðuneytinu sem birt var í dag segir að stefna stofnunarinnar um að lækka kostnað þegar tækifæri gefast og segja ekki upp fólki heldur láta hjá líða að ráða í störf sem losna virðist ekki skila nægjanlegum árangri. Endurskoða þurfi bókhald og jafnvel stjórnskipulag Ríkislögreglustjóra og einfalda áætlanagerð embættisins og gera hana að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þá hefur dómsmálaráðherra sent embætti ríkislögreglustjóra bréf í framhaldi af umfjöllun fjölmiðla um kostnað embættisins vegna viðskipta við félagið Intra ráðgjöf. En ráðherra óskar eftir gögnum og skýringum vegna viðskipta embættisins við ráðgjafafyrirtækið sem og upplýsingum um umfang kaupa á ráðgjöf og þjónustu sérfræðinga og ráðgjafa ásamt greiðslum til verktaka. Þá er jafnframt kallað eftir upplýsingum um það hvort embættið hafi innt af hendi greiðslur sem eru umfram viðmiðunarmörk vegna útboða og þá hvort útboðs hafi verið leitað. Ráðherra hefur óskað eftir því að umbeðin gögn og upplýsingar berist ráðuneytinu eins fljótt og auðið er og ekki síðar en 5. nóvember. Halli vakti fljótt athygli Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segist vilja efla löggæslu í landinu í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hún hafi metnað til þess nú þegar líður að lokum fyrsta árs hennar í embætti en hún tók við ráðuneytinu í upphafi árs. „Það vakti athygli fljótlega að fjármálin hjá ríkislögreglustjóraembættinu, þar var halli, svo okkur fannst eftir fund með ríkislögreglustjóra nauðsynlegt að rýna hvernig í fjármálunum lægi og fengum endurskoðanda til að fara yfir reksturinn með ríkislögreglustjóra.“ Efla þurfi löggæslu, að hún sé sterk fyrir fólkið í landinu en svo komi í ljós þessi hallarekstur. Meðal annars vegna eldgosa og annarra tímabundinna verkefna. „Niðurstaðan um þetta er sú að það skýri ekki málið að öllu leyti,“ segir Þorbjörg Sigríður. Býsna háar tölur Ekki er snert á störfum Þórunnar Óðinsdóttur hjá Intra í úttektinni. „Skýrslan varðaði rekstur embættisins í heild sinni og hvað gæti útskýrt þennan mikla halla sem við blasir. En ég fundaði með ríkislögreglustjóra í vikunni til að kalla eftir skýringum, kalla eftir svörum hvernig þessu hefði verið háttað með þetta tiltekna ráðgjafafyrirtæki. Ég kallaði líka eftir skýringum eða upplýsingum um hvort væru fleiri svona samningar, annar kostnaður við ráðgjafaþjónustu. Ríkislögreglustjóri er kominn með bréf frá ráðuneytinu þar sem við erum að kalla eftir þessum gögnum. Ég bíð svara við þessum spurningum.“ Í samtalinu við Sigríði Björk hafi ráðherra viljað vita hvort fleiri slík mál væru til. Beðið sé gagna varðandi þau svör. Hún hafi verið skýr um það að henni finnist ekki nógu góð áferð á þessu máli. Komið hefur fram að Þórunn hjá Intra rukkaði á fjórða tug þúsunda á tímann fyrir vinnu sína. Enginn afsláttur virðist hafa verið gefinn á verðinu þrátt fyrir afar mikla vinnu yfir fimm ára tímabil. „Mér finnst þetta býsna háar tölur og kallaði þess vegna eftir þessum fundi. Ég vil fá fram öll gögn í málinu og hvort sé einhver annar slíkur kostnaður sem heyri undir embættið. Lögreglan í landinu verður auðvitað að njóta trausts. Það á auðvitað líka við hvað varðar rekstur og fjármál þeirra. Mér finnst mikilvægt að ég fái nokkra daga til að taka utan um þetta, hvernig í þessu máli liggur.“ Ástæða fyrir reglum um útboð Þorbjörg Sigríður er meðvituð um umræðuna í þjóðfélaginu. „Ég sé auðvitað og heyri og skynja hvaða viðbrögð þetta framkallar í samfélaginu. Ég átta mig á því að fólk er undrandi á þessu og verð að viðurkenna að ég er það sjálf. Þetta eru býsna háar upphæðir, allt í verktakagreiðslum og er um langan tíma. Þess vegna kallaði ég eftir fundi og hef núna kallað eftir frekari upplýsingum um það hvort þetta hafi verið eina tilvikið,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Það er líka af ástæðu að það gilda reglur um útboð og reglur um verktöku,“ segir Þorbjörg Sigríður. Í ljós greiðslu til Intra upp á 130 milljónir króna yfir fimm ára tímabil hefur verið bent á að verkefni af þeirri stærðargráðu séu útboðsskild. Þórunn var ráðin í þriggja mánaða tímabundið starf eftir að RÚV fór að spyrjast fyrir um málið. Þorbjörg Sigríður segir allt til skoðunar og ástæðu fyrir því að hún kalli eftir fundi. Svarar ekki hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts „Við höfum enga aðkomu að þessu máli. Þetta er starfsmannamál af hálfu ríkislögreglustjóra og ég er að afla mér upplýsinga um það hvernig ríkislögreglustjóri hefur unnið þetta mál og verður að svara fyrir það hvernig í þessu máli liggur.“ Þorbjörg segist hafa átt í góðu samstarfi við alla forstöðumenn hennar undirstofnunar. Hún svarar því ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts. „Nú er verkefnið þetta, að ná utan um hvernþessumsum greiðslum er háttað. Ég ætla að fá að skoða það núna í kjölfar þess að ég fæ gögnin í mínar hendur,“ segir Sigríður Björk. „Ég hef átt í góðu samstarfi við forstöðumenn allra minna stofnana, er að skoða þetta mál og er auðvitað bundin af því að það gilda ákvarðnar reglur og umgjörð hvernig svona mál eru unnin. Ég ætla að halda mig innan marka laga og reglna hvað það varðar.“ Hún bíði svara frá embættinu. Tekur málinu mjög alvarlega „Ég held að það sjái það allir að það fer ekki vel á því að vera að tjá sig um það hvort eða hvað verður skoðað fyrr en sú ákvörðun hefur verið tekin. Ég mun bera ábyrgð á þeirri ákvörðun þegar hún verður tekin. Þangað til ætla ég að fá að skoða þetta mál betur.“ Hún ætli að vinna málið faglega og í samræmi við lög og reglur. „Ég staldraði við eins og mjög margir hversu hár kostnaðurinn væri og til hversu langs tíma og hvort þarna hefði vel verið farið með fjármál ríkisins,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég átta mig á því að þetta vekur fram býsna sterk viðbrögð í samfélaginu öllu og ég tek þessu máli mjög alvarlega.“
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Lögreglan Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira