Enski boltinn

Vísar slúðrinu til föður­húsanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lucas Paquetá hefur verið einn besti leikmaður West Ham undanfarin ár.
Lucas Paquetá hefur verið einn besti leikmaður West Ham undanfarin ár. EPA/DANIEL HAMBURY

Hinn brasilíski Lucas Paquetá er enn eina orðaður frá West Ham United. Greint var frá því á dögunum að hann ætlaði sér að yfirgefa félagið í janúar. Segja má að Paquetá hafi svarað því slúðri sjálfur með myndbirtingu á samfélagsmiðlum.

Hinn 28 ára gamli Paquetá gekk í raðir West Ham frá Lyon árið 2022. Þar áður lék hann fyrir Flamengo í heimalandinu og AC Milan. Þá hefur miðjumaðurinn leikið 59 A-landsleiki frá árinu 2018 og skorað í þeim 12 mörk.

Eftir frábæra byrjun með West Ham hefur hann ítrekað verið orðaður frá félaginu og var Pep Guardiola nálægt því að fá hann til Manchester City. Rannsókn á meintu broti á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar ku hafa komið í veg fyrir þau vistaskipti.

Nýverið birti miðillinn The Times frétt þess efnis að Paquetá vildi losna frá West Ham strax í janúar eftir hörmulega byrjun liðsins á leiktíðinni. Brasilíumaðurinn gefur ekki mikið fyrir þær fréttir ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

Á myndinni hér að neðan má sjá Paquetá ásamt sonum sínum tveim, og allir eru þeir í búningi West Ham. 

Stuðningsfólk Hamranna getur því andað léttar en það er þó aldrei að vita hvað gerist ef Man City eða álíka stórlið falast eftir kröftum þessa öfluga miðjumanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×