Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sindri Sverrisson og Kári Mímisson skrifa 29. október 2025 18:44 Sveindís Jane Jónsdóttir sátt eftir að hafa komið Íslandi yfir í leiknum. vísir/Anton Líkt og frá stofnun Þjóðadeildar kvenna í fótbolta verður Ísland áfram í hópi sextán bestu landsliða Evrópu, í A-deild, á næsta ári þegar leikin verður undankeppni HM í Brasilíu. Ísland valtaði yfir Norður-Írland í umspilseinvígi þjóðanna. Stelpurnar okkar voru í góðri stöðu eftir 2-0 útisigur á föstudaginn og eftir að hafa þurft að bíða sólarhring lengur en ella, vegna veðurs, fögnuðu þær 3-0 sigri í frostinu á Þróttarvelli í dag. Yfirburðir Íslands voru algjörir. Sveindís Jane Jónsdóttir kom liðinu yfir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik bætti Hlín Eiríksdóttir við skallamarki. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði svo sitt fyrsta landsliðsmark úr vítaspyrnu sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, besti maður vallarins í dag, nældi í. Dregið verður í riðla A-deildarinnar á þriðjudaginn og þá kemur í ljós hver af öðrum bestu liðum Evrópu mæta Íslandi á næsta ári. Uppgjörið, einkunnagjöf og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms. Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu
Líkt og frá stofnun Þjóðadeildar kvenna í fótbolta verður Ísland áfram í hópi sextán bestu landsliða Evrópu, í A-deild, á næsta ári þegar leikin verður undankeppni HM í Brasilíu. Ísland valtaði yfir Norður-Írland í umspilseinvígi þjóðanna. Stelpurnar okkar voru í góðri stöðu eftir 2-0 útisigur á föstudaginn og eftir að hafa þurft að bíða sólarhring lengur en ella, vegna veðurs, fögnuðu þær 3-0 sigri í frostinu á Þróttarvelli í dag. Yfirburðir Íslands voru algjörir. Sveindís Jane Jónsdóttir kom liðinu yfir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik bætti Hlín Eiríksdóttir við skallamarki. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði svo sitt fyrsta landsliðsmark úr vítaspyrnu sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, besti maður vallarins í dag, nældi í. Dregið verður í riðla A-deildarinnar á þriðjudaginn og þá kemur í ljós hver af öðrum bestu liðum Evrópu mæta Íslandi á næsta ári. Uppgjörið, einkunnagjöf og viðtöl koma inn á Vísi innan skamms.
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti