Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2025 09:45 Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, bendir á að tæknifyrirtæki séu enn minna sýnileg í íslensku kauphöllinni en í evrópskum kauphöllum. Það var á meðal mælikvarða í skýrslu ESB um hnignandi samkeppnishæfni í tækni og nýsköpun. Vísir Veikleikar í samkeppnishæfni Evrópu sem lýst var í umfangsmiklli skýrslu fyrrverandi Seðlabankastjóra Evrópu í fyrra eru enn meira áberandi á Íslandi. Þingmaður Viðreisnar segir tækni- og nýsköpunarfyrirtæki minna sýnileg á markaði hér en í Evrópu. Dregin var upp dökk mynd af efnahagslegum horfum í Evrópu í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í fyrra. Framleiðni ykist minna í Evrópu en í Bandaríkjunum og í Kína og ráðstöfnunartekjur almennings sömuleiðis. Varaði Draghi við að lífsgæði Evrópubúa ættu eftir að skerðast ef ekki yrði gripið í taumana með meiriháttar innspýtingu, afregluvæðingu og einfaldara ákvarðanatökuferli. Á meðal þess sem Draghi benti á í skýrslunni var að Evrópa hefði orðið undir í samkeppni við Bandaríkin varðandi tækni og nýsköpun. Evrópsk sprotafyrirtæki flýðu jafnvel vestur um haf vegna hamlandi reglna í Evrópu. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir í aðsendri grein á Vísi í gær að sumir hafi notað Draghi-skýrsluna hér á landi til þess að draga upp þá mynd af ESB að það sé rjúkandi rúst og ekkert sé þangað að sækja fyrir Íslendinga. Spyr þingmaðurinn hvernig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs kæmi út ef sömu mælistikur væru notaðar og gert var í Draghi-skýrslunni. Tæknifyrirtæki enn minna sýnileg en í Evrópu Til stuðnings þess að Evrópa hafi orðið undir í tækni og nýsköpun var bent á í Draghi-skýrslunni að verðmætustu fyrirtækin í banarískum kauphöllum væru öll nýleg tæknifyrirtæki. Í Evrópu væri mun meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem stæðu á gömlum merg. Í þessu samhengi bendir Pawel á að í íslensku kauphöllinni séu það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróni á toppnum. Vísar hann til þeirra fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi og eru aðeins skráð í íslensku kauphöllinni. „Allt er þetta starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB,“ skrifar þingmaðurinn sem tekur þó fram að tæknifyrirtækin Alvotech og Embla Medical hafi höfuðstöðvar á Íslandi þótt þau séu skráð í kauphallir annarra landa. Ætli Íslendingar að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þurfi þeir að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það hafi ESB gert, fyrst með skýrslu Draghi og svo með margvísilegum viðbrögðum ríkja sambandsins við henni. „Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk,“ skrifar Pawel. Evrópusambandið Nýsköpun Samkeppnismál Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Dregin var upp dökk mynd af efnahagslegum horfum í Evrópu í skýrslu sem Mario Draghi, fyrrverandi seðlabankastjóri Evrópu, vann um samkeppnishæfni álfunnar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í fyrra. Framleiðni ykist minna í Evrópu en í Bandaríkjunum og í Kína og ráðstöfnunartekjur almennings sömuleiðis. Varaði Draghi við að lífsgæði Evrópubúa ættu eftir að skerðast ef ekki yrði gripið í taumana með meiriháttar innspýtingu, afregluvæðingu og einfaldara ákvarðanatökuferli. Á meðal þess sem Draghi benti á í skýrslunni var að Evrópa hefði orðið undir í samkeppni við Bandaríkin varðandi tækni og nýsköpun. Evrópsk sprotafyrirtæki flýðu jafnvel vestur um haf vegna hamlandi reglna í Evrópu. Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, segir í aðsendri grein á Vísi í gær að sumir hafi notað Draghi-skýrsluna hér á landi til þess að draga upp þá mynd af ESB að það sé rjúkandi rúst og ekkert sé þangað að sækja fyrir Íslendinga. Spyr þingmaðurinn hvernig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs kæmi út ef sömu mælistikur væru notaðar og gert var í Draghi-skýrslunni. Tæknifyrirtæki enn minna sýnileg en í Evrópu Til stuðnings þess að Evrópa hafi orðið undir í tækni og nýsköpun var bent á í Draghi-skýrslunni að verðmætustu fyrirtækin í banarískum kauphöllum væru öll nýleg tæknifyrirtæki. Í Evrópu væri mun meira um hefðbundin framleiðslufyrirtæki sem stæðu á gömlum merg. Í þessu samhengi bendir Pawel á að í íslensku kauphöllinni séu það fjármálafyrirtæki, smásalar, sjávarútvegsfyrirtæki og fasteignafélög sem tróni á toppnum. Vísar hann til þeirra fyrirtækja sem hafa höfuðstöðvar á Íslandi og eru aðeins skráð í íslensku kauphöllinni. „Allt er þetta starfsemi sem hefur verið til í áratugi. Tæknifyrirtækin eru jafnvel minna sýnileg en í ESB,“ skrifar þingmaðurinn sem tekur þó fram að tæknifyrirtækin Alvotech og Embla Medical hafi höfuðstöðvar á Íslandi þótt þau séu skráð í kauphallir annarra landa. Ætli Íslendingar að tryggja samkeppnishæfni sína til framtíðar þurfi þeir að horfast í augu við veruleikann eins og hann er. Það hafi ESB gert, fyrst með skýrslu Draghi og svo með margvísilegum viðbrögðum ríkja sambandsins við henni. „Að gera það er ekki merki um veikleika, heldur styrk,“ skrifar Pawel.
Evrópusambandið Nýsköpun Samkeppnismál Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira