Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2025 22:08 Spánverjar komust örugglega í úrslit. EPA/Daniel Pérez Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Belgía er þá fallið niður í B-deild. Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Spánverjar lögðu Svíþjóð 1-0 þökk sé marki Alexiu Putellas þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Claudia Pina, samherji Putellas hjá Barcelona, með stoðsendinguna. Putellas fagnar sigurmarki kvöldsins.EPA/Daniel Pérez Þar sem um var að ræða síðari leik liðanna þá var spennan lítil en Spánn vann fyrri leikinn 4-0 og einvígið því 5-0 samanlagt. Talsvert meiri spenna var fyrir einvígi Frakklands og Þýskalands. Þar leiddu gestirnir 1-0 eftir fyrri leik liðanna í Düsseldorf. Melvine Malard, framherji Manchester United, kom Frakklandi yfir snemma leiks og jafnaði þar með metin í einvíginu. Þýskar létu það ekki á sig fá og hafði Nicole Anyomi jafnað metin í leik kvöldsins aðeins nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt fram á 50. mínútu. Þá skoraði Klara Bühl annað mark Þýskalands og fór langleiðina með að tryggja sætið í úrslitum. Anyomi hélt hún hefði bætt við öðru marki síðar í síðari hálfleik en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Clara Mateo jafnaði svo metin í leiknum undir lok venjulegs leiktíma og mikil spenna í uppbótatíma. Anyomi hélt hún hefði skorað tvö.Catherine Steenkeste/Getty Images Allt kom fyrir ekki, lokatölur í Caen 2-2 og Þýskaland vinnur því einvígið 3-2. Það verða því Spánn og Þýskaland sem mætast í úrslitum Þjóðadeildar kvenna í fótbolta. Tvenna frá þeirri markahæstu dugði ekki til Eftir 4-2 tap í Írlandi þurfti Belgía, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar, þriggja marka sigur til að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þrátt fyrir að markadrottningin Tessa Wullaert hafi komið Belgíu í 2-0 í fyrri hálfleik - og hefur þar með skorað 97 mörk fyrir belgíska A-landsliðið - þá dugði það ekki til. Hin tvítuga Abbie Larkin skoraði fyrir gestina í uppbótatíma. Lokatölur í Heverlee 2-1 Belgíu í vil en Írland vann einvígið 5-4. Beta á hliðarlínunni í kvöld.EPA/OLIVIER MATTHYS
Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira