Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. október 2025 12:02 Íbúar á Flateyri koma saman í Flateyrarkirkju klukkan 15:00 í dag. Vísir/Egill Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Snjóflóðið sem féll á Flateyri fyrir sléttum þrjátíu árum er eitt það mannskæðasta sem fallið hefur á Íslandi. Tuttugu íbúar á aldrinum eins árs til 72 ára létu lífið eftir að flóðið rann ofan úr Skollahvilft rétt um klukkan fjögur aðfaranótt 26. október 1995. Fjórum var bjargað úr húsum sem grófust undir snjónum, þeim síðustu níu klukkustundum eftir að flóðið féll. Að auki björguðust 22 íbúar af sjálfsdáðum úr húsum sem flóðið lenti á. Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju klukkan þrjú í dag og hana leiðir séra Fjölnir Ásbjörnsson. „Við höfum náttúrulega komið saman á þessum degi. Nú eru þrjátíu ár og við munum byrja náttúrulega á svona, þetta verður hefðbundin helgistund, ég mun lesa upp nöfn þeirra sem fórust og það verður kveikt á kerti og síðan verður leikin tónlist í kirkjunni. Þetta verður örugglega bara indælis stund, minningar og helgistund.“ Það hafi mikla þýðingu fyrir íbúa að koma saman á þessum degi. Að minningarstund lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti í Samkomuhúsinu. „Flateyri er yndislegt. Það er yndislegt samfélag á Flateyri. Hluti af því er einmitt að minnast þess liðna en líka horfa til framtíðar. Ég held að við eigum bæði merkilega fortíð og mikla framtíð á Vestfjörðum.“ Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Snjóflóðið sem féll á Flateyri fyrir sléttum þrjátíu árum er eitt það mannskæðasta sem fallið hefur á Íslandi. Tuttugu íbúar á aldrinum eins árs til 72 ára létu lífið eftir að flóðið rann ofan úr Skollahvilft rétt um klukkan fjögur aðfaranótt 26. október 1995. Fjórum var bjargað úr húsum sem grófust undir snjónum, þeim síðustu níu klukkustundum eftir að flóðið féll. Að auki björguðust 22 íbúar af sjálfsdáðum úr húsum sem flóðið lenti á. Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju klukkan þrjú í dag og hana leiðir séra Fjölnir Ásbjörnsson. „Við höfum náttúrulega komið saman á þessum degi. Nú eru þrjátíu ár og við munum byrja náttúrulega á svona, þetta verður hefðbundin helgistund, ég mun lesa upp nöfn þeirra sem fórust og það verður kveikt á kerti og síðan verður leikin tónlist í kirkjunni. Þetta verður örugglega bara indælis stund, minningar og helgistund.“ Það hafi mikla þýðingu fyrir íbúa að koma saman á þessum degi. Að minningarstund lokinni verður boðið upp á kaffi og meðlæti í Samkomuhúsinu. „Flateyri er yndislegt. Það er yndislegt samfélag á Flateyri. Hluti af því er einmitt að minnast þess liðna en líka horfa til framtíðar. Ég held að við eigum bæði merkilega fortíð og mikla framtíð á Vestfjörðum.“
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin á Flateyri 1995 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira