„Það er spurning fyrir stjórnina“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2025 18:36 Srdjan Tufedzic, þjálfari Vals, gat ekki sagt til um það hvort leikurinn í dag hafi verið hans síðasti. vísir / pawel Valur tapaði í síðasta leik sínum á tímabilinu gegn Íslandsmeisturunum í Víkingi 2-0. Þjálfaramál Vals hafa verið á milli tannana á fólki síðustu daga og óljóst er hvort þetta hafi verið síðasti leikur Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals. „Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“ Valur Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan ekki slæm miðað við allt og allt, við fengum góð tækifæri í stöðunni 1-0, til þess að koma okkur inn í leikinn. Ég er ánægður með liðið mitt, við gáfum allt í þetta,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir tap gegn Víkingi í dag. „Erfið vika að baki og það vantaði fullt af leikmönnum í dag. Við gerðum þetta samt fagmannalega í dag og ég er ánægður með liðið.“ Hemmi Hreiðars var í vikunni orðaður við Val og var Tufe spurður að því hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans sem þjálfari Vals. „Það er spurning fyrir stjórnina, við þjálfarar ákveðum ekki hvað við erum lengi í starfi. Ég fer og hitti mína menn núna og ræði málin. Maður þarf að vera alvöru herramaður til þess að standa þetta af sér í vikunni og í allt sumar.“ Hvað finnst þér um þetta að það séu viðræður við annan þjálfara á þessum timapunkti? „Enn og aftur, þetta er ekki spurning fyrir mig, ég hef ekki verið í viðræðum við neinn.“ „Ég er á samningi og ef við gerum tímabilið upp, við endum deildina í öðru sæti sem er mjög gott. Miðað við allt sem hefur gengið á innan og utan vallar. Við komumst í bikarúrslit og það var svekkjandi að tapa, því það var draumur fyrir okkur að vinna þennan bikar.“ „Klúbburinn hefur ekki verið nálægt því að vinna eitt eða neitt síðan 2020. Markmið mitt var að vinna þennan bikar því ég taldi það mikilvægt fyrir leikmenn og stuðningsmenn að upplifa það aftur.“ „Í mínum augum hefur þetta verið skref fram á við að koma Val aftur í fremstu röð. Góður grunnur til þess að byggja ofan á. Margir leikmenn að spila sitt besta tímabil“ Er það þín tilfinning að leikmenn séu að kalla á annan þjálfara? „Alls ekki, þú varst að sjá leikmenn í dag sem eru búnir að spila allt tímabilið, gefa sitt allt í dag. Ég er mjög stoltur af hópnum og þjálfarateyminu.“
Valur Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira