Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2025 09:05 Changpeng Zhao, stofnandi rafmyntarisans Binance. Á hans vakt lyfti fyrirtæki ekki fingri til þess að stöðva grunsamlega fjármagnsflutninga sem tengdust þekktum hryðjuverkasamtökum og glæpamönnum. AP/Ellen M. Banner/The Seattle Times Donald Trump Bandaríkjaforseti náðaði stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance sem hefur stutt fjárplógsstarfsemi fjölskyldu forsetans í rafmyntum í gær. Sá hlaut fangelsisdóm fyrir peningaþvætti sem gerði glæpa- og hryðjuverkamönnum kleift að flytja fjármuni. Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild. Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gær að Trump hefði náðað Changpeng Zhao, stofnanda rafmyntafyrirtækisins Binance. Zhao afplánaði fjóra mánuði í fangelsi eftir að hann gerði sátt við bandarísk yfirvöld um að hann játaði sig sekan af ákærum um að hafa ekki komið í veg fyrir að Binance væri notað til þess að þvætta fé. Hann varð fyrsti maðurinn til að sitja í fangelsi fyrir slík brot. Bandarísk yfirvöld sökuðu Binance meðal annars um að tilkynna ekki fleiri en 100.000 grunsamlegar færslur frá skilgreindum hryðjuverkasamtökum eins og Hamas, al-Qaeda og Ríki íslams. Þá væri Binance vettvangur viðskipta með barnaníðsefni og tæki við ágóða tölvuþrjóta sem hneppa gögn fólks og fyrirtækja í gíslingu. Hjálpuðu Trump-fjölskyldunni með rafmyntaævintýri sitt Trump-fjölskyldan hefur hagnast ótæpilega á eigin rafmynt sem hún hleypti af stokkunum aðeins þremur dögum áður en höfuð fjölskyldunnar tók aftur við embætti forseta í janúar. Bæði Zhao og Binance studdu rafmyntaævintýri forsetafjölskyldunnar með ráðum og dáð. Trump-rafmyntin öðlaðist meðal annars trúverðugleika í upphafi þegar fjárfestingasjóður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum notaði um tveggja milljarða dollara virði af henni til þess að kaupa hlut í Binance, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnsýslufræðingar hafa ítrekað varað við hættunni á meiriháttar hagsmunaárekstrum sem séu fólgnir í rafmyntabraski Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eða fjársterkir aðilar geti keypt sér áhrif hjá honum með því að fjárfesta í rafmynt hans sem hefur þegar malað honum gull. COLLINS: Today you pardoned the founded of Binance. Can you explain why you did that? TRUMP: Which one was that? COLLINS: The founder of Binance TRUMP: I believe we're talking about the same person, because I do pardon a lot of people. I don't know. He was recommended by a lot of people.[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) October 23, 2025 at 8:19 PM Trump sjálfur þóttist lítið þekkja til Zhao eða Binance þegar fréttamenn spurðu hann út í náðunina í gær. Margt gott fólk hefði gefið Zhaho meðmæli. „Fullt af fólki sagði að hann væri ekki sekur um neitt. Hann var fjóra mánuði í fangelsi og þau segja að hann hafi ekki verið sekur um neitt,“ sagði forsetinn. Talsmaður Hvíta hússins hélt því aftur á móti fram að Zhao hefði verið fórnarlamb ofsókna fyrri ríkisstjórnar Joes Biden líkt og rafmyntaiðnaðurinn í heild.
Donald Trump Bandaríkin Rafmyntir og sýndareignir Erlend sakamál Tengdar fréttir Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51 Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Sækjast eftir fangelsisdómi yfir rafmyntakóngi Bandarískir saksóknarar krefjast tveggja og hálfs árs fangelsisdóms yfir stofnanda stærstu rafmyntakauphallar heims. Hann játaði sig sekan um peningaþvætti. 24. apríl 2024 15:51
Stærsta rafmyntakauphöll heims sögð hafa óhreint mjöl í pokahorninu Bandarísk eftirlitsstofnun sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda hennar um misferli með fjármuni fjárfesta, að starfa án tilskilinna leyfa og brot á aragrúa reglna um verðbréf. Brotunum svipar til þeirra sem komu ljós í rekstri keppinautarins FTX sem varð gjaldþrota í haust. 6. júní 2023 08:58