Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Árni Sæberg skrifar 23. október 2025 16:31 Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvár. Vísir/Vilhelm Hagnaður Sjóvár á þriðja ársfjórðungi nam 1.145 milljónum króna og samsett hlutfall, hlutfall iðgjalda og kostnaðar, var 89,6 prósent. Afkoma fjárfestinga fyrir skatta var 552 milljónir króna og afkoma af vátryggingasamningum fyrir skatta var 936 milljónir. Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaður 666 milljónum króna og samsett hlutfall 90,6 prósent. Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“ Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Í tilkynningu Sjóvár til Kauphallar er haft eftir Hermanni Björnssyni, forstjóra félagsins, að sterkur grunnrekstur endurspegli niðurstöður fyrir bæði þriðja fjórðung sem og fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Tekjuvöxtur á fjórðungnum sé í takt við áætlanir en minni en síðustu misseri. Taka verði tillit til þess að markaðshlutdeild Sjóvár hafi vaxið mikið undanfarin ár. Áfram verði lögð áhersla á arðbæran tryggingarekstur með framúrskarandi þjónustu. Afkoma af fjárfestingum fyrir fjármagnsliði og skatta hafi verið 958 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, sem sé lítillega undir væntingum en í takt við þróun markaða. Allir eignaflokkar hafi skilað jákvæðri afkomu á fjórðungnum. Ávöxtun skráðra hlutabréfa hafi verið 1,0 prósent, óskráðra hlutabréfa 0,2 prósent, ríkisskuldabréfa 2,1 prósent, annarra skuldabréfa 2,1 prósent og safnsins alls 1,7 prósent. Í lok þriðja ársfjórðungs hafi eignasafnið verið 61,2 milljarðar króna. Tjónaþróun hagfelld Hagnaður Sjóvár á fyrstu níu mánuðum ársins hafi numið 666 milljónum króna. Þar af hafi hagnaður af vátryggingasamningum fyrir skatta numið 2.447 milljónum og samsett hlutfall 90,6 prósent. Þá hafi tap af fjárfestingastarfsemi fyrir skatta verið 1.013 milljónir króna. „Rekstrarniðurstaða á fyrstu níu mánuðum ársins endurspeglar sterkan grunnrekstur samstæðunnar. Tjónaþróun hefur verið hagfelld það sem af er ári, sér í lagi þar sem ekkert stórtjón henti á tímabilinu og útskýrir stórbætta afkomu vátryggingasamninga á milli ára. Afkoma af fjárfestingastarfsemi er undir væntingum á tímabilinu sem helgast af neikvæðri þróun á skráðum hlutabréfum fyrri hluta árs.“ Horfurnar betri Haft er eftir Hermanni að félagið hafi breytt horfum sínum fyrir árið 2025 og afkoma af vátryggingasamningum sé áætluð um 2.500 til 2.700 milljónir króna í stað 1.700 til 2.400 milljóna og samsett hlutfall á bilinu 92 til 93 prósent í stað 93 til 95 prósent áður. Horfur til næstu tólf mánaða séu að afkoma af vátryggingasamningum verði á bilinu 1.900 til 2.600 milljónir króna og samsett hlutfall 93 til 95 prósent. „Ekki verða birtar horfur fyrir afkomu af fjárfestingastarfsemi en áætlanir félagsins gera ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna í stýringu nemi 8,5% á ári til lengri tíma miðað við núverandi vaxtastig og fjárfestingastefnu. Ekki verður upplýst um frávik frá afkomu af fjárfestingastarfsemi nema þær verði raktar til verulegra breytinga á óskráðum eignum eða á eignasafni.“
Sjóvá Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira