Íslenski boltinn

Snjó kyngir niður á Akur­eyri og Evrópuleikur færður inn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Starfsmenn KA voru að störfum lengi fram eftir degi en snjó hefur kyngt niður á Akureyri í dag.
Starfsmenn KA voru að störfum lengi fram eftir degi en snjó hefur kyngt niður á Akureyri í dag. Instagram/KA

Leikur KA og PAOK í Evrópukeppni unglingaliða hefur verið færður í Bogann á Akureyri vegna snjóþyngdar. Aðstæðurnar þóttu ekki boðlegar og UEFA færði leikinn inn.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 14:00 en ákveðið var að hann færi ekki fram þá. Beðið var staðfestingar frá UEFA sem hefur heimilað að leikurinn fari fram í Boganum. Hann mun hefjast þar klukkan 16:00 eftir því sem fram kemur á Akureyri.net.

Að neðan má sjá vefmyndavél af Akureyri þar sem snjó kyngir niður.

KA-menn hafa unnið baki brotnu við að moka völlinn í dag en sú vinna gengið hægt þar sem snjó hefur kyngt niður á meðan henni stóð.

Um 20 sentímetrar af snjó voru á vellinum í morgun og gekk hratt og vel að skafa hann framan af morgni. Þegar snjókoman jókst til muna fyrir hádegið varð ljóst að við ofurefli væri að etja.

Um er að ræða fyrri leik KA við PAOK í annarri umferð keppninnar. Liðið sló Jelgava frá Lettlandi út, samanlagt 3-2, í fyrstu umferðinni.

Síðari leikur liðanna fer fram í Grikklandi þann 5. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×