Lífið

Bleikir og hollir molar að hætti Jönu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana er mikill listakokkur og töfrar fram hverja hollu uppskriftina af fætur annarri. 
Jana er mikill listakokkur og töfrar fram hverja hollu uppskriftina af fætur annarri. 

Í tilefni Bleika dagsins deilir heilsukokkurinn Jana Steingríms uppskrift að bleikum og hollum kókosmolum sem eru tilvaldir með kaffinu. Þeir eru ekki aðeins ljúffengir heldur einnig algjört augnayndi

Jana er mikill listakokkur og töfrar fram hverja hollu uppskriftina af fætur annarri. Bleiku kókosmolarnir eru engin undantekning – einfaldir í undirbúningi, næringarríkir og ómótstæðilegir á bragðið.

Bleikir og dásamlegir mola

Hráefni:

  • 4 bollar kókosmjöl 
  • 1 bolli möndlumjöl
  • 2 msk kollagen duft (valfrjálst)
  • 1/3 bolli fljótandi kókosolía
  • 1/3-1/2 bolli akasíu hunang eða önnur fljótandi sæta
  • 1 tsk vanilla
  • 5-6 hylki af rauðrófudufti (opnið hylkin og notið duftið úr belgjunum)
  • smá salt

Aðferð:

  1. Öll hráefnin eru sett í skál og hrærð vel saman. Einnig má nota matvinnsluvél til að blanda hráefnunum.
  2. Setjið deigið á bökunnarpappírsklæddan platta eða bretti sem passar í frysti. Leggið aðra örk af bökunnarpappír ofaná deigið og fletjið vel út. 
  3. Frystið og skerið bitnana og geymið bitana í lokuðu íláti í frysti.
  4. Bræðið hvítu súkkulaði og dreifið yfir bitana.
  5. Það er líka voðalega fallegt að búa til litlar kúlur og velta upp úr kókosmjöli, setjið í box og geyma þannig í frysti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.