„Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2025 08:31 Dagur Kári verður fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Fimleikasamband Íslands Dagur Kári Ólafsson beið stressaður eftir niðurstöðum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum og gleðin varð því mikil þegar hann komst áfram í úrslit, fyrstur Íslendinga. Hann bíður nú spenntur eftir því að keppa við menn sem hann er vanur að sjá bara í sjónvarpinu. Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti. Fimleikar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Leik lokið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sjá meira
Dagur átti frábæran keppnisdag á sunnudag og sat í 14. sæti en þá áttu tveir hópar áttu enn eftir að keppa og spennan var því gríðarleg þegar Dagur mætti að fylgjast með keppninni í gær og komast að því hvort hann kæmist áfram í úrslit. „Það var dálítið erfitt að fara að sofa og bíða eftir úrslitunum. Ég horfði á keppnina mjög stressaður“ sagði Dagur í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Á endanum varð Dagur í 24. sæti, 0,66 stigum fyrir ofan næsta mann, sem kom honum áfram í úrslitin á morgun, miðvikudag, og stimplaði hann sem einn af 24 bestu fjölþrauta fimleikamönnum heims. „Eitt smá skref eða mistök hefði kostað þarna, sem segir manni bara hversu tæpt þetta er í þessari íþrótt, en það var geggjuð tilfinning [þegar lokaúrslit urðu ljós], ég get ekki lýst henni. Mér hefur aldrei liðið svona áður, trúi þessu eiginlega ekki. Maður hefur oft séð svona í sjónvarpi, þessa 24 bestu, en þegar þetta gerist fyrir mann sjálfan, það er bara mjög skrítið“ sagði Dagur. Dagur Kári á tvíslánni.Fimleikasamband Íslands Árangur Dags Inga kom honum sjálfum skemmtilega á óvart og þó landsliðsþjálfarinn hafi haft fulla trú á sínum manni átti hann heldur ekki endilega von á þessu. „Ég meina, þetta hefur aldrei gerst áður“ sagði Róbert Kristmannsson, landsliðsþjálfari. „Stóru markmiðin eru að komast í 24 bestu, fjölþrautarúrslitin, en ég verð nú að viðurkenna að ég hélt að það myndi kannski gerast á Evrópumóti fyrst. Að gera það hér á stóra sviðinu, á heimsmeistaramóti, er algjörlega sturlað. Og að keppa svo á miðvikudaginn með þessum gæjum frá Japan og Kína, þessum stóru þjóðum, það er bara ólýsanlegt. Við höfum ekki gert þetta áður þannig að við þurfum bara að halda fókus, ekki gleyma okkur í gleðinni. Við eigum fullt inni og getum alveg gert betur en 24. sæti“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig. Dagur ásamt liðsfélögum sínum í landsliðinu, Ágústi Inga Davíðssyni og Valgarð Reinharðssyni, og þjálfaranum Róberti.
Fimleikar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Leik lokið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sjá meira