Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 08:32 Arne Slot þurfti að horfa upp á miðjumann sinn meiðast á höfði og Manchester United komast yfir, með nokkurra sekúndna millibili. EPA/ADAM VAUGHAN Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að réttast hefði verið að stöðva leikinn við Manchester United þegar Alexis Mac Allister meiddist á höfði, rétt áður en United skoraði fyrsta mark leiksins. United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot. Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
United komst í 1-0 snemma leiks með marki Bryan Mbeumo. Mac Allister lá þá óvígur á grasinu eftir árekstur við liðsfélaga sinn, Virgil van Dijk. Mac Allister þurfti svo að klára leikinn með eins konar sundhettu á höfðinu, eftir skurðinn sem hann fékk, og Slot segir ljóst að dómarinn hefði átt að stöðva leikinn vegna meiðslanna. Ummæli hans á blaðamannafundi má sjá hér að neðan. „Við hefðum átt að gera mun betur eftir að Macca var kominn í grasið. En heilsa leikmanna er mikilvæg og ef það þarf að sauma fjögur spor í leikmann þá auðvitað vonast maður til þess að allir skilji að það þarf strax að hlúa að honum. Það gerðist ekki,“ segir Slot og bætir við: „En ég ítreka að við hefðum getað gert betur og þetta er ekki ástæðan fyrir því að við töpuðum í dag. Ástæðan er sú að það voru allt of mörg færi sem við nýttum ekki.“ Mörkin úr 2-1 sigri United, og þar á meðal þegar Mac Allister meiðist, má sjá hér að neðan. Slot er vel meðvitaður um að stundum þykjast leikmenn hafa meitt sig í höfðinu, til að nýta sér það að dómurum er uppálagt að stöðva leik þegar um höfuðmeiðsli er að ræða. Hvorki afsökun fyrir markinu né tapinu „Ég vona bara að allir skilji að við erum ekki svona lið, eins og ég sé mikið um í fótbolta, þar sem menn þykjast hafa meitt sig í höfðinu til að stöðva skyndisókn. Þannig erum við ekki. Við leggjumst aldrei niður og erum alltaf heiðarlegir. Svo ef að okkar leikmaður fer niður þá myndi maður vona að allir hugsi: Þetta er Liverpool, þeir gera ekki svona lagað, blásum í flautuna. En ég endurtek að þetta er ekki afsökun fyrir því að við skyldum fá á okkur mark og ekki afsökun fyrir því að við töpuðum,“ segir Slot.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48 Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02 Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
„Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Liverpool tapaði sínum fjórða leik í röð í dag þegar liðið tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot, stjóri liðsins, viðurkennir að gengi liðsins valdi honum áhyggjum. 19. október 2025 22:48
Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. 19. október 2025 20:02
Dramatískur endurkomusigur United Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni. 19. október 2025 15:01