Fótbolti

Sjáðu allt það helsta úr frægðar­för United til Liver­pool

Siggeir Ævarsson skrifar
Bryan Mbeumo og Amad fagna opnunarmarki leiksins
Bryan Mbeumo og Amad fagna opnunarmarki leiksins Vísir/Getty

Manchester United vann frækinn sigur á Liverpool í dag þegar liðið sótti Bítlaborgina heim. Þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022.

Leikurinn var ansi fjörugur þrátt fyrir að mörkin létu bíða eftir sér en lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem Liverpool jafnaði leikinn og sótti til sigurs en fékk þess í stað mark í andlitið og United fögnuðu sínum öðrum deildarsigri í röð.

Þetta var jafnframt þriðja tap Liverpool í röð í deildinni og það fjórða í öllum keppnum. Spurning hvort það sé komin upp krísa í Liverpool eftir að þrír dýrustu leikmenn í sögu félagsins voru keyptir fyrir tímabilið?

Í spilaranum hér að neðan má sjá allt það helsta úr þessum stórskemmtilega leik og þá má lesa um leikinn hér aðeins neðar.

Klippa: Liverpool - Manchester United 1-2

Tengdar fréttir

Dramatískur endurkomusigur United

Manchester United vann frækinn 1-2 sigur á Liverpool nú rétt í þessu en þetta var fyrsti sigur United á Anfield síðan í ágúst 2022. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan elstu menn muna sem United nær að tengja saman tvo sigra í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×