Lífið

Fjórir á lista Páls hættir við

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur en kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu um lista með Magnús Ragnarsson í formannssætinu.
Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur en kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu um lista með Magnús Ragnarsson í formannssætinu. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar

Fjórir af þeim sex sem prýddu framboðslista Páls Baldvins Baldvinssonar til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur eru hættir við framboðið. Þrír þeirra staðfestu aldrei framboð sitt.

Í gær tilkynnti Páll Baldvin að hann og fimm aðrir hygðust bjóða sig fram í stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kosið verður í stjórn félgsins þann 28. október. Með Páli sem formaður voru einnig Karen María Jónsdóttir varaformaður, Helga I . Stefánsdóttir ritari, Hilmir Snær Guðnason og Ólafur Ásgeirsson meðstjórnendur og að lokum Magnús Árni Skúlason varamaður.

Í fréttatilkynningu frá Eggert Benedikt Guðmundssyni, formanni leikfélagins, segir að þrír af listanum hafi ekki staðfest veru sína á listanum og kjósa að vera fjarlægð af honum. Síðar var sá fjórði á listanum sem tilkynnti að hann vildi hætta við framboðið. Því eru einungis tveir eftir á listanum en samkvæmt heimildum fréttastofu eru það Páll Baldvin og Magnús Árni sem prýða listann.

„Því hafa samtals 4 einstaklingar tilkynnt að þau kjósi að vera fjarlægð af listanum,“ segir í fréttatilkynningunni.

Fundarboð var sent út fyrir aðalfundinn en þar kom fram að kjörnefnd félagsins, sem er undir stjórn Kristínu Eysteinsdóttur, hafði lagt fram tillögu að næstu stjórn fyrir næsta þriggja ára kjörtímabil. Á þeim lista voru Magnús Ragnarsson formaður, Björgvin Skúli Sigurðsson varaformaður, Karen María Jónsdóttir ritari, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir meðstjórnendur og Einar Örn Benediktsson varamaður.

Leikfélag Reykjavíkur sér meðal annars um eignarhald og rekstur Borgarleikhússins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.